Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1064. spurningaþraut: Við hvað er hraunið mikla kennt?

1064. spurningaþraut: Við hvað er hraunið mikla kennt?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða Óskarsverðlaunakvikmynd er skjáskotið hér að ofan? Svarið þarf að vera nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver málaði frægustu útgáfuna af Síðustu kvöldmáltíðinni?

2.  Hvað gerist fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur?

3.  Livia Drusilla hefur verið nefnd fyrsta keisaraynja Rómaveldis. Hver var eiginmaður hennar?

4.  Söngvarinn Reginald Kenneth Dwight heldur í dag upp á 76 ára afmælið sitt. En undir hvaða nafni þekkjum við hann?

5.  Í hvaða borg hefur alþjóðadómstóllinn aðsetur?

6.  Hvað voru andstæðingar kommúnista í borgarastríðinu í Rússandi 1918-1921 nefndir?

7.  Á hvaða skaga stendur borgin Múrmansk?

8.  Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sátu bæði á Aþingi lengi vel. En auk þess að vera þingmenn gegndu þau líka bæði tveimur mikilsháttar og eftirsóttum störfum. Hver voru þau störf? Nefna þarf bæði.

9.  Fyrir hvað er borgin Vichy í Frakklandi fræg — eða öllu heldur alræmd?

10.  Fyrir 8.700 árum rann á Íslandi gífurlegt hraun, það mesta sem runnið hefur á Jörðinni í einu gosi frá því ísöld lauk. Hraunið er víða horfið undir yngri hraun eða hefur veðrast mikið,svo það er illsjáanlegt nema fyrir sérfræðinga, en við hvaða á er þetta geysilega hraun kennt?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða geysivinsæla rokkhljómsveit treður hér upp?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Leonardo da Vinci.

2.  Þá er páskasunnudagur.

3.  Ágústus.

4.  Elton John.

5.  Haag í Hollandi.

6.  Hvítliðar.

7.  Kólaskaga.

8.  Þau voru bæði borgarstjórar í Reykjavík og utanríkisráðherrar.

9.  Hún var höfuðborg leppríkis Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld.

10.  Þjórsá. Það er nefnt Þjórsárhraunið mikla.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Guðföðurnum 2.

Neðri myndin er af hljómsveitinni Rammstein.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu