Fyrri aukaspurning:
Hvaða mjög vel metni bandaríski stjórnmálamaður er þetta? Athugið að myndin er alls ekki öll þar sem hún er séð!
***
Aðalspurningar:
1. Hverjir eiga og reka Landakotskirkju í Reykjavík?
2. Fimm stjörnu hótel var fyrir ekki mjög löngu tekið í notkun við höfnina í Reykjavík. Hvað heitir það?
3. Árið 1692 fóru fram fræg réttarhöld í bænum Salem í Massachusetts. Réttarhöldin spruttu af framburði nokkurra ungra stúlkna um ... hvað?
4. Allir vita hvað er fámennasta ríkið í Evrópu. En hvað er næst fámennast?
5. Ísland er neðarlega á listanum yfir fjölmenn ríki í Evrópu, nánar tiltekið í 46. sæti af 51 sjálfstæðu ríki. En hvaða tvö ríki eru annars vegar fyrir OFAN og hins vegar fyrir NEÐAN Ísland á þessum lista? Aðeins þarf að hafa annað ríkið rétt til að fá stig, en það verður þá að vera á réttum stað — fyrir ofan okkur eða neðan! Ef þið hafið bæði rétt fáiði sérstakt Evrópustig!
6. Hver hermdi þetta hér upp á móður sína: „Þat mælti mín móðir, / at mér skyldi kaupa / fley ok fagrar árar, / fara á brott með víkingum, / standa upp í stafni, / stýra dýrum knerri, / halda svá til hafnar ...“
7. En hvernig var síðasta lína vísunnar? Hvað sagði mamma að skáldið ætti að gera þegar komið væri til hafnar?
8. Stofnun um þýðingar og tungumál er rekin á Íslandi í nafni hvaða fyrrverandi forseta?
9. Blað eitt á Bretlandi hóf göngu sína árið 1785 undir nafninu The Daily Universal Register en skipti þrem árum síðar um nafn. Þá var tekið upp það nafn sem síðan hefur verið notað í 235 ár. Hvaða nafn er það?
10. Annað frægt breskt blað hóf göngu sína í Manchester 1821. Blaðið notaðist við Manchester sem hluta af heiti sínu allar götur til 1959 þegar borgarnafnið var loks lagt af. Hvað heitir þetta blað síðan?
***
Seinni aukaspurning:
Fyrir nokkrum misserum kom leiðtogi stjórnarandstöðu í Evrópuríki einu í heimsókn til Íslands og hitti meðal annars Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í hvaða ríki er hún stjórnarandstöðuleiðtogi?
***
Svör við aðalspurningum
1. Kaþólikkar.
2. Edition.
3. Galdra.
4. San Marinó.
5. Malta er fyrir ofan okkur á listanum, Andorra fyrir neðan.
6. Egill Skallagrímsson.
7. „... höggva mann og annan.“
8. Vigdísar Finnbogadóttur.
9. The Times.
10. The Guardian. Blaðið hét The Manchester Guardian upphaflega.
***
Svör við aukaspurningum:
Á fyrri myndinni er fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, eftir að duglegir fótósjopparar hafa breytt honum í nútímastjórnmálamann.
Á seinni myndinni er Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi andspyrnunnar í Belarús.
Athugasemdir (1)