Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjórða könnunin í röð sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu

Fleiri lands­menn eru fylgj­andi því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en á móti. Enn fleiri vilja að kos­ið verði um að­ild­ar­við­ræð­ur. Stuðn­ing­ur við að­ild hef­ur þó dal­að.

Fjórða könnunin í röð sýnir meirihluta fyrir aðild að Evrópusambandinu

Alls eru 40,8 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið en 35,9 prósent eru því andvíg. Restin hefur ekki gert upp hug sinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu sem gerð var í byrjun febrúar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni, sem berst fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þar segir enn fremur að í könnun sem Maskína lagði fyrir í desember 2022 hafi verið spurt að afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðsla um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB. Niðurstaðan þar var að 48 prósent var fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt og ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66 prósent hlynnt því slíku.

Þetta er fjórða könnunin sem gerð hefur verið undanfarið ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því, þótt stuðningur við aðild fari dalandi. 

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu og því er nýja könnunin, sú sem greint er frá hér að ofan, sú fyrsta sem fyrirtækið gerir sem sýnir meirihluta fyrir aðild.

Í könnun Pró­sents í júní í fyrra var nið­ur­staðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 pró­sent sögð­ust hlynnt aðild en 34,9 pró­sent voru and­víg. Alls 16,7 pró­sent sögð­ust ekki hafa neina skoðun á mál­in­u. 

Í nóvember birtist önnur könnun Prósents þar sem kom fram að alls 42,8 pró­sent lands­manna sögðust vera hlynnt inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en 35,1 pró­sent eru and­víg því og 22,1 pró­sent voru óviss um afstöðu sína.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Kannski myndu reglur í Evrópusambandinu slá eitthvað á spillinguna hér?
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ef við værum í ESB með evru myndu öll lán lækka með hverri greiðslu. Sá mikli fjöldi sem missti íbúðir sínar í hruninu ættu þær flestir enn eða aðra fasteign.
    Ef við værum í ESB með evru myndi útflutningur aukast mikið til evrulanda á mörgum sviðum vegna þess stöðugleika sem evran veitir. Sveiflur á gengi krónunnar koma í veg fyrir samkeppnishæfni Íslands við evrulönd.
    Ef við værum í ESB með evru myndi spilling stjórnmálamanna vera mun minni en nú er. Sveiflur á gengi krónunnar eru að miklu leyti vegna spillingar þeirra. Breitt er yfir tjón vegna alvarlegra mistaka með gengisfellingu krónunnar á kostnað almennings. Með evru er þetta ekki hægt.
    Þannig mun upptaka evru gera kröfu um vandaðri vinnubrögð íslenskra stjórnmálamanna.
    Spilling í ESB á erfitt uppidráttar vegna þess regluverks sem þar ríkir og hvernig mál eru afgreidd þar. Alvarleg spilling innan ESB myndi ekki ganga upp og einfaldlega ríða samstarfinu að fullu.
    Á Íslandi er mikil spilling enda lítið aðhald frá öðrum ríkjum og allt af margir hafa verið heilaþvegnir till að kjósa yfir sig spillt auðvaldsdekur.
    11
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það var glæpsamlegt athæfi þegar fv utanrikisraðherra dro aðild Islands að ESB til baka, hun var i biðstöðu. Lifskjör a Islandi mundu storbatna ef við erum i ESB. Kronan er onyt og folk i Landinu er Pint með hau matarverði. Rikistirktur Verksmiðjubuskapur a eggum og Svinakjöti og Kjuklingum þarf að missa 50% Tollvernd þa rullar það yfir. Egg ma fa i Danmörku fyrir það verð sem Disilolijan kostar sem flutningur a Foðri til Landsins og innanlands KOSTAR.
    6
  • Johann Johannsson skrifaði
    ESB er spillingar-klúbbur ,,, þar sem örþjóðin Ísland mundi tapa öllu...
    Kosið var um þetta mál á sínum tíma og langflestir voru mótfallnir aðild.
    Eru föðurlandssvikurum að fjölga í þessu máli ásamt nokkrum öðrum ... ?
    -10
    • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
      elítan vill ekki í ESB, vill geta haldið áfram að riðlast á almenningi í friði
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár