Alls eru 40,8 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið en 35,9 prósent eru því andvíg. Restin hefur ekki gert upp hug sinn. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu sem gerð var í byrjun febrúar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Evrópuhreyfingunni, sem berst fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Þar segir enn fremur að í könnun sem Maskína lagði fyrir í desember 2022 hafi verið spurt að afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðsla um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB. Niðurstaðan þar var að 48 prósent var fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt og ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66 prósent hlynnt því slíku.
Þetta er fjórða könnunin sem gerð hefur verið undanfarið ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því, þótt stuðningur við aðild fari dalandi.
Í mars í fyrra birtust niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup sem sýndu að 47 prósent landsmanna væru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 33 prósent mótfallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meirihluti mældist fyrir aðild í könnunum hérlendis.
Hlutfall þeirra sem eru hlynntir inngöngu Íslands í sambandið hafði raunar ekki mælst meira en rúmlega 37 prósent í mánaðarlegum könnunum sem MMR framkvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síðustu könnun fyrirtækisins, sem var gerð í desember það ár, mældist stuðningurinn 30,4 prósent en 44,1 prósent voru á móti. MMR rann svo inn í Maskínu og því er nýja könnunin, sú sem greint er frá hér að ofan, sú fyrsta sem fyrirtækið gerir sem sýnir meirihluta fyrir aðild.
Í könnun Prósents í júní í fyrra var niðurstaðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 prósent sögðust hlynnt aðild en 34,9 prósent voru andvíg. Alls 16,7 prósent sögðust ekki hafa neina skoðun á málinu.
Í nóvember birtist önnur könnun Prósents þar sem kom fram að alls 42,8 prósent landsmanna sögðust vera hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 35,1 prósent eru andvíg því og 22,1 prósent voru óviss um afstöðu sína.
Ef við værum í ESB með evru myndi útflutningur aukast mikið til evrulanda á mörgum sviðum vegna þess stöðugleika sem evran veitir. Sveiflur á gengi krónunnar koma í veg fyrir samkeppnishæfni Íslands við evrulönd.
Ef við værum í ESB með evru myndi spilling stjórnmálamanna vera mun minni en nú er. Sveiflur á gengi krónunnar eru að miklu leyti vegna spillingar þeirra. Breitt er yfir tjón vegna alvarlegra mistaka með gengisfellingu krónunnar á kostnað almennings. Með evru er þetta ekki hægt.
Þannig mun upptaka evru gera kröfu um vandaðri vinnubrögð íslenskra stjórnmálamanna.
Spilling í ESB á erfitt uppidráttar vegna þess regluverks sem þar ríkir og hvernig mál eru afgreidd þar. Alvarleg spilling innan ESB myndi ekki ganga upp og einfaldlega ríða samstarfinu að fullu.
Á Íslandi er mikil spilling enda lítið aðhald frá öðrum ríkjum og allt af margir hafa verið heilaþvegnir till að kjósa yfir sig spillt auðvaldsdekur.
Kosið var um þetta mál á sínum tíma og langflestir voru mótfallnir aðild.
Eru föðurlandssvikurum að fjölga í þessu máli ásamt nokkrum öðrum ... ?