Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða

Ari­on banki kann­ar hvort hægt sé að selja inn­viði sem voru til stað­ar í Helgu­vík, ann­að hvort til flutn­ings eða með það markmið að koma upp ann­ars­kon­ar starf­semi en kís­ilfram­leiðslu á staðn­um.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða
Endalok Verksmiðjan sem Sameinað Sílíkon reisti í Helguvík verður aldrei aftur sett í gang. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kísilverksmiðjan í Helguvík og landið sem hún stendur á, sem verið hafa í eigu dótturfélags Arion banka, hafa verið færð til Landeyjar, fasteignaþróunarfélags í eigu bankans. Þetta var gert eftir að Arion banki komst að þeirri niðurstöðu seint á síðasta ári að allt útlit væri fyrir að verksmiðjan yrði ekki gagnsett að nýju. Það gerðist eftir að bankinn og PCC, sem rekur kísilver á Bakka, slitu viðræðum um möguleg kaup. 

Í nýbirtum ársreikningi Arion banka segir að bankinn muni nú kanna það að selja innviði sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það markmið að koma upp annarskonar starfsemi en kísilframleiðslu á staðnum. 

Við flutning á eignunum frá dótturfélaginu, sem heitir Stakksberg, til Landeyjar voru eignirnar sem færðar voru yfir metnar á 1.230 milljónir króna. Það 318 milljónum krónum lægra virði en verksmiðjan var bókfærð á í lok árs 2021. Eftirstandandi eignir inni í Stakksbergi, sem eru aðallega hrávörur, eru metnar á núll krónur. 

Löng áfallasaga

Kísilverið á langa áfallasögu að baki. Kostnaðurinn við byggingu þess var, samkvæmt Stakksbergi, um 22 milljarðar króna. 

Það var gangsett 11. nóvember 2016 en fljótlega fóru íbúar í nágrenninu að finna óþef. Í byrjun desember sama ár lét Umhverfisstofnun slökkva á eina gangsetta ljósbogaofni versins. Það opnaði aldrei aftur og mikil andstaða skapaðist við reksturinn hjá íbúum í Reykjanesbæ vegna þeirrar mengunar sem lagði frá verksmiðjunni þann stutta tíma sem hún starfaði. 

Félagið sem stofnað var í kringum reksturinn, Sameinað Sílíkon, varð í kjölfarið gjaldþrota og helsti lánardrottinn þess, Arion banki, sat eftir með það í fanginu. Nokkrir lífeyrissjóðir töpuðu yfir milljarði króna á fjárfestingu í félaginu. 

Tap Arion banka á aðkomu sinni að verkefninu hleypur á milljörðum króna. Hann afskrifaði 4,8 milljarða króna þegar bankinn tók yfir Sameinað Silíkon og færði niður virði eftirstandandi eigna um 3,8 milljarða króna á árinu 2019. Eftir það var bókfært virði verksmiðjunnar og landsins sem hún stendur á  2,7 milljarðar króna en það er nú, líkt og áður sagði, rúmlega 1,2 milljarðar króna. 

Litu á það sem skyldu að reyna til þrautar

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér eftir að upp úr viðræðum við PCC slitnaði í desember í fyrra var haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að bankinn hafi litið á það sem skyldu sína að reyna til þrautar að nýta þá innviði sem hann sat uppi með. „Þar höfum við horft til allra hag­að­ila, ekki síst íbúa Reykja­nes­bæjar sem urðu fyrir óþæg­indum á þeim stutta tíma sem verk­smiðjan var starf­rækt. Við unnum metn­að­ar­fulla end­ur­bóta­á­ætlun á verk­smiðj­unni sem fór í gegnum umhverf­is­mat og leit­uðum að rekstr­ar­að­ila með nauð­syn­lega þekk­ingu og getu til að starf­rækja verk­smiðj­una á umhverf­is­vænan máta, í sátt við sam­fé­lag­ið. Bank­inn telur full­reynt að þarna verði rekin kís­il­verk­smiðja og því tekur við nýr kafli sem miðar að því að flytja verk­smiðj­una eða færa henni nýtt hlut­verk.“

Í nýjasta ársreikningi Arion banka segir að viðræður standi yfir um sölu á þeim innviðum sem séu til staðar í Helguvík við nokkra aðila, bæði innlenda og erlenda. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Kaldhæðni örlagana er að verðmatið á þessu drasli er það sama og bónusar starfsfólks Arion fá fyrir frammistöðuna, kannské í formi brotajárns?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er gott að þetta Kolaver i Helguvik fer i Brotajarn. Kolaveri a Husavik þarf að loka lika.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu