Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1036. spurningaþraut: Hvað gerðist í Stockton og Darlington?

1036. spurningaþraut: Hvað gerðist í Stockton og Darlington?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða sögu segir frá landinu Nangijala?

2.  Hvaða frægu þýsku bræður söfnuðu og skráðu fjölda af frægustu þjóðsögum Evrópu?

3.  „Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér / og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer, / en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín / og ...— Og hvað?

4.  Hver er stærsta kirkja á Íslandi?

5.  Í hvaða borg fæddist og ólst upp Vladimír Pútin?

6.  Hver var söngvari Hins íslenska þursaflokks?

7.  Hvað heitir sjónvarpsmyndaflokkurinn um Covid-19 á Íslandi sem nú er sýndur í sjónvarpi?

8.  Í hvaða landi er höfuðborgin Bratislava?

9.  Stockton og Darlington eru tveir litlir bæir á Norður-Englandi og eru um 16 kílómetrar milli bæjanna. Árið 1825 átti sér stað þar stórmerkilegur atburður sem aldrei áður hafði gerst í veröldinni — en átti síðan eftir að gerast óteljandi sinnum um allan heim, nema helst á Íslandi. Hvað gerðist? 

10.  Dýrategund ein er talin hafa komið fram fyrir 59 milljónum ára. Hún þróaðist frá mun eldri tegund, sem er a.m.k. 200 milljón ára gömul. Saman eru tegundirnar kallaðar Lepidoptera. Þær tegundir sem hér er spurt tilheyra undirdeildinni Rhopalocera. Talið er að til séu 17.500 tegundir þessarar undirdeildar í heiminum. Þæ kunna þó að vera mun fleiri. Við teljum gjarnan að nokkrar tegundir Rhopalocera búi á Íslandi, en þær tilheyra í raun eldri tegundinni (Lepidoptera). Dýrin hér á landi eru t.d. ekki nærri eins stór og litrík og margar tegundir alvöru Rhopalocera eru. Hvaða dýr eru Rhopalocera?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bókin heitir Bróðir minn ljónshjarta.

2.  Grimm-bræður.

3.   ... leiði mig á endanum aftur til þín.

4.  Hallgrímskirkja.

5.  Pétursborg.

6.  Egill Ólafsson.

7.  Stormur.

8.  Slóvakía.

9.  Bæirnir voru tengdir með fyrstu almenningsjárnbraut heimsins.

10.  Fiðrildi. Öll þau skordýr sem við teljum vera fiðrildi á Íslandi eru í raun ýmsar tegundir mölflugna, Lepidoptera.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er plánetan Mars.

Sem sé eftir að búið hefur verið til andrúmsloft á henni, sem hefur í för með sér að þar verður til haf og gróður.

Mars „terraformaður“ eins og það er kallað.

Og ástæðan fyrir því að þið áttuð að vita að þetta væri Mars en ekki til dæmis Jörðin fyrir milljörðum ára er gljúfrið gífurlega sem mun (ef af verður!) verða ógnarlangur fjörður eða jafnvel stöðuvatn inni í landi.

Á neðri myndinni er Pamela Anderson, leikkona í helsta búningi sínum í þáttaröðinni Baywatch.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu