Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1036. spurningaþraut: Hvað gerðist í Stockton og Darlington?

1036. spurningaþraut: Hvað gerðist í Stockton og Darlington?

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða sögu segir frá landinu Nangijala?

2.  Hvaða frægu þýsku bræður söfnuðu og skráðu fjölda af frægustu þjóðsögum Evrópu?

3.  „Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér / og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer, / en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín / og ...— Og hvað?

4.  Hver er stærsta kirkja á Íslandi?

5.  Í hvaða borg fæddist og ólst upp Vladimír Pútin?

6.  Hver var söngvari Hins íslenska þursaflokks?

7.  Hvað heitir sjónvarpsmyndaflokkurinn um Covid-19 á Íslandi sem nú er sýndur í sjónvarpi?

8.  Í hvaða landi er höfuðborgin Bratislava?

9.  Stockton og Darlington eru tveir litlir bæir á Norður-Englandi og eru um 16 kílómetrar milli bæjanna. Árið 1825 átti sér stað þar stórmerkilegur atburður sem aldrei áður hafði gerst í veröldinni — en átti síðan eftir að gerast óteljandi sinnum um allan heim, nema helst á Íslandi. Hvað gerðist? 

10.  Dýrategund ein er talin hafa komið fram fyrir 59 milljónum ára. Hún þróaðist frá mun eldri tegund, sem er a.m.k. 200 milljón ára gömul. Saman eru tegundirnar kallaðar Lepidoptera. Þær tegundir sem hér er spurt tilheyra undirdeildinni Rhopalocera. Talið er að til séu 17.500 tegundir þessarar undirdeildar í heiminum. Þæ kunna þó að vera mun fleiri. Við teljum gjarnan að nokkrar tegundir Rhopalocera búi á Íslandi, en þær tilheyra í raun eldri tegundinni (Lepidoptera). Dýrin hér á landi eru t.d. ekki nærri eins stór og litrík og margar tegundir alvöru Rhopalocera eru. Hvaða dýr eru Rhopalocera?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bókin heitir Bróðir minn ljónshjarta.

2.  Grimm-bræður.

3.   ... leiði mig á endanum aftur til þín.

4.  Hallgrímskirkja.

5.  Pétursborg.

6.  Egill Ólafsson.

7.  Stormur.

8.  Slóvakía.

9.  Bæirnir voru tengdir með fyrstu almenningsjárnbraut heimsins.

10.  Fiðrildi. Öll þau skordýr sem við teljum vera fiðrildi á Íslandi eru í raun ýmsar tegundir mölflugna, Lepidoptera.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er plánetan Mars.

Sem sé eftir að búið hefur verið til andrúmsloft á henni, sem hefur í för með sér að þar verður til haf og gróður.

Mars „terraformaður“ eins og það er kallað.

Og ástæðan fyrir því að þið áttuð að vita að þetta væri Mars en ekki til dæmis Jörðin fyrir milljörðum ára er gljúfrið gífurlega sem mun (ef af verður!) verða ógnarlangur fjörður eða jafnvel stöðuvatn inni í landi.

Á neðri myndinni er Pamela Anderson, leikkona í helsta búningi sínum í þáttaröðinni Baywatch.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu