Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Evrópa ekki „heil á geði“ – og þarfnast björgunar

Bára Huld Beck er frétt­ari menn­ing­ar­inn­ar í Berlín og fletti menn­ing­ar­kálf­um þýsku stór­blað­anna til að sjá hvað væri helst að malla í menn­ing­ar­um­ræð­unni.

Evrópa ekki „heil á geði“ – og þarfnast björgunar

„Sérstök aðgerð“ 

Die Zeit: „Spezialopoperation“

Á forsíðu menningarblaðsins er stór mynd af dragdrottningu að taka sig til á LGBTQ-festivali í Moskvu sem tekin var í október 2022. Greinin fjallar um hinsegin málefni í Rússlandi og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvað Pútín gangi til í andstöðu sinni gegn LGBTQ-samfélaginu og setur það í samhengi við stríðið í Úkraínu. Blaðamaður, sem er rússneskur, gefur í skyn að innrás Rússa sé ekki einungis upphafið að herferð hans gegn hinseginleika heldur hluti af stærri hugmyndum um að frelsa Evrópu – þar sem heimsálfan sé „ekki heil á geði“ og þurfi að vera bjargað. 

Inni í blaðinu eru að vanda umfjallanir af ýmsum toga um bókmenntir, ljósmyndun, tónlist, kvikmyndir og leikhús. Leikskáldið Anton Pavlovich Chekhov fær sína umfjöllun, þrátt fyrir að tæp 119 ár séu liðin frá andláti hans – og telur gagnrýnandi blaðsins hann eiga fullt erindi við nútímann og kannski sérstaklega núna. 

Lífræn efni í stað lífvera?

FAZ: Organoide statt Organismen?

Fyrir utan leiklistarumfjöllun á forsíðunni þá er grein um dýratilraunir en höfundur telur að varla sé hægt að fækka þeim – eins og ætti að gera – þegar reglur um lyfjaþróun eru með þeim hætti sem þær eru. Segir í greininni að þrátt fyrir lagabreytingar í Bandaríkjunum til að sporna við tilraunum á dýrum við þróun lyfja þá muni framkvæmdin í reynd ekki breytast mikið á næstu árum og beri að skilja breytinguna sem pólitíska yfirlýsingu. Þá er bent á að vísindamenn þrói nú lífræn efni sem hægt er að prufa lyfin á, í stað dýra. Margir segja þó dýrin nauðsynleg við slíkar tilraunir og að óábyrgt væri að hverfa frá þeim. Enn sé langt í land að hætt verði slíkum tilraunum og notuð verði lífræn efni í staðinn. 

Einnig er fjallað í blaðinu um svokölluð „búmerang-áhrif“ sem lýsa sér í því hvernig ofbeldi kemur alltaf í bakið á þeim sem beita því. Þá er bent á að frá stofnun Ísraelsríkis hafi baráttan verið milli hugmynda um gyðingaríki og lýðræðisríki. Nýja ríkisstjórnin þar í landi sé nú að fara þriðju leiðina – leið Ungverjalands og Rússlands. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár