Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Evrópa ekki „heil á geði“ – og þarfnast björgunar

Bára Huld Beck er frétt­ari menn­ing­ar­inn­ar í Berlín og fletti menn­ing­ar­kálf­um þýsku stór­blað­anna til að sjá hvað væri helst að malla í menn­ing­ar­um­ræð­unni.

Evrópa ekki „heil á geði“ – og þarfnast björgunar

„Sérstök aðgerð“ 

Die Zeit: „Spezialopoperation“

Á forsíðu menningarblaðsins er stór mynd af dragdrottningu að taka sig til á LGBTQ-festivali í Moskvu sem tekin var í október 2022. Greinin fjallar um hinsegin málefni í Rússlandi og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvað Pútín gangi til í andstöðu sinni gegn LGBTQ-samfélaginu og setur það í samhengi við stríðið í Úkraínu. Blaðamaður, sem er rússneskur, gefur í skyn að innrás Rússa sé ekki einungis upphafið að herferð hans gegn hinseginleika heldur hluti af stærri hugmyndum um að frelsa Evrópu – þar sem heimsálfan sé „ekki heil á geði“ og þurfi að vera bjargað. 

Inni í blaðinu eru að vanda umfjallanir af ýmsum toga um bókmenntir, ljósmyndun, tónlist, kvikmyndir og leikhús. Leikskáldið Anton Pavlovich Chekhov fær sína umfjöllun, þrátt fyrir að tæp 119 ár séu liðin frá andláti hans – og telur gagnrýnandi blaðsins hann eiga fullt erindi við nútímann og kannski sérstaklega núna. 

Lífræn efni í stað lífvera?

FAZ: Organoide statt Organismen?

Fyrir utan leiklistarumfjöllun á forsíðunni þá er grein um dýratilraunir en höfundur telur að varla sé hægt að fækka þeim – eins og ætti að gera – þegar reglur um lyfjaþróun eru með þeim hætti sem þær eru. Segir í greininni að þrátt fyrir lagabreytingar í Bandaríkjunum til að sporna við tilraunum á dýrum við þróun lyfja þá muni framkvæmdin í reynd ekki breytast mikið á næstu árum og beri að skilja breytinguna sem pólitíska yfirlýsingu. Þá er bent á að vísindamenn þrói nú lífræn efni sem hægt er að prufa lyfin á, í stað dýra. Margir segja þó dýrin nauðsynleg við slíkar tilraunir og að óábyrgt væri að hverfa frá þeim. Enn sé langt í land að hætt verði slíkum tilraunum og notuð verði lífræn efni í staðinn. 

Einnig er fjallað í blaðinu um svokölluð „búmerang-áhrif“ sem lýsa sér í því hvernig ofbeldi kemur alltaf í bakið á þeim sem beita því. Þá er bent á að frá stofnun Ísraelsríkis hafi baráttan verið milli hugmynda um gyðingaríki og lýðræðisríki. Nýja ríkisstjórnin þar í landi sé nú að fara þriðju leiðina – leið Ungverjalands og Rússlands. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár