Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.

Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
Svört skýrsla Forsætisráðherra segir að nota verði nýja skýrslu ríkisendurskoðanda til að læra af henni. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skýrsla ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit verði gríðarlega mikilvægt og gagnlegt plagg inn í stefnumótunarvinnuna sem stendur yfir á sviði fiskeldis. Niðurstöðurnar sýni þann lærdóm að þegar atvinnugreinar byggjast upp með miklum hraða – eins og fiskeldið hafi gert – þá sitji oft regluverkið og stjórnsýslan eftir og þróist ekki með sama hraða og atvinnugreinarnar sjálfar. „Það er lærdómur sem við höfum auðvitað getað dregið af ýmsum greinum.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vakti athygli á málinu og sagði meðal annars að það þyrfti að vera skýr rammi í kringum atvinnugrein sem biði upp á mikil tækifæri en þyrfti einnig að gera mjög skýrar kröfur til.

Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi veikburða og brotakennd

Heimildin greindi frá helstu niðurstöðum skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit sem birtist í morgun. 

Þar meðal annars fram að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 

Þar kemur enn fremur fram að breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi hafi ekki verið fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á. 

Ríkisendurskoðandi leggur fram 23 ábendingar um úrbætur. Þær snúa meðal annars að ákvörðun og útboði eldissvæða, burðarþolsmati þar sem skýra þarf framkvæmd, endurskoðun leyfisveitinga sjókvíaeldis, aukið samstarf stofnana í aðdraganda leyfisveitingar, samræmi við endurskipun og breytingar á rekstrar- og starfsleyfum, mótvægisaðgerðir og vöktun vegna stroks og að tryggja verði markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og niðurfellingu rekstrarleyfa. 

Skýrslan áfellisdómur um framkvæmdarvaldið

Þorgerður Katrín hóf mál sitt á því að segja að skýrsla Ríkisendurskoðunar um stöðu fiskeldis í landinu væri svört. „Hún er áfellisdómur um framkvæmdarvaldið og allt utanumhaldið utan um þessa annars mikilvægu atvinnugrein,“ sagði hún og vitnaði í skýrsluna: „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarksávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds.“

Hún spurði hvort ríkisstjórnin hefði eftir sex ára setu raunverulega ekki meiri metnað fyrir hönd þeirrar ört vaxandi og stækkandi og mikilvægu atvinnugreinar sem fiskeldið væri. „En það má líka spyrja hvort það gildi einu hvaðan útflutningstekjurnar koma, þótt það sé á kostnað umhverfis, þótt það sé á kostnað náttúrunnar, góðrar stjórnsýslu og heilbrigðrar atvinnuuppbyggingar og hvað þá í sátt við samfélagið.

Ríkisstjórnin hefur, eins og ég segi, haft sex ár til að koma þessari mikilvægu atvinnugrein inn í ramma sem við gætum öll verið stolt af og líka lært svolítið af því sem gerðist í kringum sjávarútveginn. Ef ríkisstjórnin tekur þessa skýrslu ekki alvarlega – það kæmi mér reyndar á óvart að hún gerði það miðað við forsöguna. Ríkisstjórnin verður að taka þessa skýrslu alvarlega, annars verður næsta þáttaröð, Verbúðin 2, einfaldlega um fiskeldið,“ sagði hún. 

Svört skýrslaÞorgerður Katrín var myrk í máli þegar hún talaði um skýrslu Ríkisendurskoðunar

Þorgerður Katrín spurði Katrínu hvort hún væri stolt af því að einn helsti vaxtarsproti íslensks efnahagslífs skyldi búa við óboðlegt og slælegt eftirlit, eins og kæmi fram í skýrslu ríkisendurskoðanda, og að stjórnsýslan væri í molum. „Er það boðlegt að náttúran sé sett til hliðar? Er það boðlegt að eðlilegt gjald fyrir tímabundið leyfi hefur ekki verið greitt fyrir auðlindina? Ég vænti þess að forsætisráðherra svari mjög skýrt og gefi út skýr skilaboð til atvinnugreinarinnar en líka til samfélagsins alls,“ sagði hún. 

Ánægð með að matvælaráðherra hefði farið af stað í þessa vegferð

Katrín þakkaði Þorgerði Katrínu fyrir að vekja máls á skýrslunni. Hún benti á að ekki hefði komið fram í máli þingmannsins að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á þessum málaflokki, óskað eftir því að slík stjórnsýsluúttekt næði yfir alla stjórnsýslu málaflokksins, allt frá undirbúningi löggjafar og setningu afleiddra reglna til eftirlits með starfsemi fyrirtækja í greininni. Fram hefði komið hjá Svandísi að henni hefði fundist mikilvægt að fá einmitt Ríkisendurskoðun, stofnun sem nyti trausts, til að framkvæma þessa úttekt til að tryggja að Alþingi fengi í raun og veru tækifæri samhliða framkvæmdarvaldinu til að fara yfir stöðuna. Á meðan beðið var eftir þessari stjórnsýsluúttekt hefði verið dregið úr útgáfu nýrra leyfa.

„Ég vil segja það að ég er gríðarlega ánægð með það að hæstvirtur matvælaráðherra hafi farið af stað í þessa vegferð því það skiptir svo sannarlega máli með tiltölulega nýja atvinnugrein að við fáum þetta heildaryfirlit. Þó að skýrslan sé svört þá getur hún einmitt þess vegna verið gagnleg fyrir okkur til þess að gera hlutina öðruvísi. 

Ég sé ekki betur, þó að ég hafi ekki setið fundinn í morgun, að þetta verði gríðarlega mikilvægt og gagnlegt plagg inn í stefnumótunarvinnuna sem stendur yfir á sviði fiskeldis og sýnir okkur auðvitað þann lærdóm að þegar atvinnugreinar byggjast upp með miklum hraða, eins og fiskeldið hefur gert, þá situr oft regluverkið og stjórnsýslan eftir, þróast ekki með sama hraða og atvinnugreinarnar sjálfar. Það er lærdómur sem við höfum auðvitað getað dregið af ýmsum greinum,“ sagði hún. 

Ráðherrann vildi að skilaboðin væru skýr. „Þessi skýrsla er ekki einhver endalok máls. Hún er undirstaðan fyrir frekari vinnu og nú reynir á að það verði einmitt brugðist við með skynsamlegum hætti til allrar framtíðar.“

Hvetur ríkisstjórnina til að taka orð ráðherra alvarlega

Þorgerður Katrín steig aftur í pontu og talaði um að það sem skipti máli væri að Íslendingar byggju þessari ört vaxandi atvinnugrein skýran ramma sem tæki tillit til byggðanna, til atvinnugreinarinnar en líka til náttúru, til umhverfis og að stjórnsýslan væri sterk og gegnsæ. 

„Ég óttaðist það auðvitað áður en ég heyrði svar forsætisráðherra að – ég þakka fyrir að þessi ríkisstjórn var til dæmis ekki þegar við vorum að móta löggjöf um raforkuna. Gjöldin af raforkunni renna til samfélagsins. Þar eru tímabundnir samningar. Það má segja að ef viðhorf þessarar ríkisstjórnar hefðu mótað regluverkið í kringum raforkuna, sem skýr rammi er sem betur fer um, þá værum við örugglega að tala um það að íslensk raforka væri kannski undir Norsk hydro í dag. Það þarf að vera strax skýrt hvernig ramma við ætlum að móta í kringum atvinnugrein sem býður upp á mikil tækifæri en þarf líka að gera mjög skýrar kröfur til. Þar komum við einmitt að prinsippum í pólitík, um auðlindagjöld sem þessi ríkisstjórn hefur ekki viljað taka. 

Og hver voru skilaboð þessarar ríkisstjórnar á þessu ári? Þau voru að lækka gjöldin á fiskeldi í landinu. Það eru einu skilaboðin sem hafa komið frá ríkisstjórninni,“ sagði hún en hún vildi hvetja ríkisstjórnina til að taka þá þessi orð ráðherra alvarlega og taka skýrsluna til sín og vinna úr henni. „Það eru miklir hagsmunir fólgnir, bæði fyrir fiskeldisfyrirtækin, landsbyggðina en ekki síst almenning og samfélagið allt.“

 Svigrúm til úrbóta

Katrín svaraði aftur og sagði að matvælaráðherra hefði talað algerlega skýrt. „Hún vill einmitt að þessi atvinnugrein byggist upp á sjálfbærum grunni. Hún hefur talað algerlega skýrt um það að ástæðan fyrir því að hún biður um þessar úttektir er að hún vill gagnsæja og opna umræðu þannig að þessi atvinnugrein sé ekki bara út frá forsendum efnahags heldur líka samfélags og umhverfisins. En það eru auðvitað ýmsar athugasemdir gerðar í þessari skýrslu og það geta fleiri tekið þær til sín en hæstvirt ríkisstjórn,“ sagði ráðherrann. 

Hún sagði í framhaldinu að Þorgerður Katrín hefði nú verði „sá ráðherra sem skipaði einmitt starfshóp með hagsmunaaðilum sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við“. 

„Eigum við ekki að nálgast þetta verkefni af auðmýkt og taka höndum saman? Ég held að við getum öll verið sammála um að það er svigrúm til úrbóta, svo sannarlega. Ég er alveg handviss um að hæstvirtur matvælaráðherra tekur þetta alvarlega og mun vinna úr þessu og ég vonast til þess að um það geti verið þverpólitísk sátt hérna í þinginu því að ég held að það skipti máli að við séum meðvituð um að þessi löggjöf, sem var endurnýjuð á síðasta kjörtímabili, hafði áður verið í gildi frá árinu 2008, þannig að við erum ansi mörg hér sem höfum setið á þingi á þeim tíma. Tökum þessu með auðmýkt og sameinumst um það að gera betur í þessum málum,“ sagði hún. 

Þorgerður Katrín kom síðar í ræðustól Alþingis og gerði athugasemdir við orð ráðherrans og benti á að hún hefði ekki verið ráðherra þegar fyrrnefndur starfshópurinn var skipaður. Katrín brást við og baðst afsökunar á orðum sínum, Þorgerður Katrín hefði í reynd ekki verði ráðherra á þeim tíma í lok árs 2016. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " Þær snúa meðal annars að ákvörðun og útboði eldissvæða"
    Þau fyrirtæki sem eru fyrir hrifsa til sín öll ný leyfi, aðrir komast ekki að. Það er afsakað með að allt þurfi að vera á einni hendi til að koma í veg fyrir smit osfv.
    1
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Við verðum öll að læra af þessu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár