Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Hverfur til annarra starfa Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri Kveiks. Mynd: Pressphotos

Þóra Arnórsdóttir er hætt sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks og mun Ingólfur Bjarni Sigfússon taka við starfi ritstjóra þáttarins. Þóra sagði upp störfum fyrir síðustu mánaðamót en það var fyrst í morgun sem ákvörðunin var tilkynnt. Ástæða uppsagnarinnar er að Þóra er að taka við öðru starfi, utan RÚV.

Ekki náðist í Þóru en Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV staðfestir þetta. „Þetta er að hennar frumkvæði og það er engin dramatík þarna, hún er bara að fara að skipta um starf.“

Heiðar segir að styrkja eigi Kveik eftir brotthvarf Þóru. „María Sigrún Hilmarsdóttir kemur inn í Kveiks-teymið, alla vega til að byrja með.“

Þóra hefur verið ritstjóri Kveiks frá upphafi, frá haustinu 2017, en tók þó eitt ár í frí. Heiðar segir hana hafa unnið gríðarlega mikið og gott verk á þeim tíma. 

„Við þökkum henni gríðarlega gott og mikið og fórnfúst starf. Hún hefur unnið mjög gott verk í þættinum og við munum að sjálfsögðu sakna hennar úr ritstjórninni en við skiljum þá ákvörðun hennar að prófa eitthvað annað, eftir allan þennan tíma í fjölmiðlum, hún er búin að vera í þeim í 25 ár,“ segir Heiðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu