Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kvika óskar eftir því að sameinast Íslandsbanka

Fjórði stærsti banki lands­ins hef­ur ósk­að eft­ir því við stjórn Ís­lands­banka að bank­arn­ir renni sam­an. Ís­lenska rík­ið er lang­stærsti eig­andi Ís­lands­banka með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut.

Kvika óskar eftir því að sameinast Íslandsbanka
Forstjórinn Marinó Örn Tryggvason stýrir Kviku.

Stjórn Kviku banka hefur í dag óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Stjórn Kviku væntir þess að fá afstöðu frá stjórn Íslandsbanka á næstu dögum.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að stjórn fyrrnefnda bankans telji að samruni félaganna skapi fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. „Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.“

Þar segir ennfremur að ekki þyki ástæða að ákveða á þessari stundu hvor bankanna yrði yfirtökufélagið eða hvort og að hvaða marki dótturfélög bankanna myndu sameinast en það færi eftir heildarmati á viðskiptalegum, skattalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum sem myndi eiga sér stað ef formlegar viðræður hefjast.

Báðir bankarnir eru skráðir á hlutabréfamarkað, en Íslandsbanki er miklu stærri en Kvika banki. Markaðsvirði hans er 234 milljarðar króna á meðan að markaðsvirði Kviku banka er um 89 milljarðar króna. Íslenska ríkið er langstærsti eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut. Gert er ráð fyrir því í fjárlögum að sá hlutur verði seldur í ár en það verður þó ekki endanlega ákveðið fyrr en niðurstaða í rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á síðasta söluferli í bankanum liggur fyrir.

Rannsókn á þátttöku starfsmanna í útboði

Rannsókn fjármálaeftirlitsins snýr að meintum lögbrotum Íslandsbanka, og fyrst og fremst um þátttöku starfsmanna bankans og tengdra aðila í  útboði á bréfum í Íslandsbanka. Um lokað útboð var að ræða og einungis svokallaðir þeir sem skilgreindir voru sem fagfjárfestar áttu að fá að taka þátt. Alls urðu kaupendur á endanum 207 talsins. Ekki er talið að aðrir söluráðgjafar en Íslandsbanki hafi gerst brotlegir við lög og reglur.

Bankinn fékk frummat fjármálaeftirlitsins í málinu afhent fyrir áramót. Þann 9. janúar sendi Íslandsbanki tilkynningu til Kauphallar Íslands um að hann hefði óskað einhliða eftir viðræðum við eftirlitið um að ljúka málinu með sátt. 

Af þeim 207 voru átta starfsmenn Íslandsbanka, sem var söluráðgjafi í ferlinu, eða makar þeirra. Bankinn hélt því fram í fjölmiðlum í apríl í fyrra að allir starfsmennirnir væru skilgreindir sem fagfjárfestar, sem var forsenda fyrir því að fá að kaupa. Við rannsókn fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að Íslandsbanki hafi sjálfur skilgreint að minnsta kosti hluta þessara starfsmanna sem fagfjárfesta. Hann hefur þó ekki viljað svara því hversu margir fjárfestar fengu flokkun sem fagfjárfestar á þeim klukkutímum sem söluferlið stóð yfir. 

Heimildin greindi frá því í lok síðustu viku að samkvæmt upplýsingum hennar sé það ekki möguleg fjársekt, eða upphæð hennar, sem Íslandsbanki hræðist mest í málinu heldur að fjármálaeftirlitið muni birta ítarlega skýrslu eða greinargerð með rannsóknarniðurstöðum sínum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
3
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár