Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hagnaður Landsbankans var 17 milljarðar í fyrra en dróst verulega saman milli ára

Þrátt fyr­ir að vaxta­tekj­ur Lands­bank­ans hafi auk­ist gríð­ar­lega milli ára dróst arð­semi bank­ans veru­lega sam­an milli ára. Ástæð­an er fyrst og síð­ast óbeinn eign­ar­hlut­ur í Mar­el, sem hríð­féll í virði á ár­inu 2022.

Hagnaður Landsbankans var 17 milljarðar í fyrra en dróst verulega saman milli ára
Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir stýrir Landsbankanum sem er nú eini stóri bankinn á Íslandi sem er í meirihlutaeigu íslenska ríkisins.

Landsbankinn, sem er í eigu ríkissjóðs, hagnaðist um 17 milljarða króna á árinu 2022. Það er tólf milljörðum króna minna en bankinn hagnaðist um árið áður. Arðsemi eigin fjár bankans var 6,3 prósent í fyrra, sem er langt undir því tíu prósent markmiði sem Landsbankinn hefur sett sér. Það er mikill viðsnúningur á arðsemi milli ára, en bankinn náði að vera með 10,8 prósent arðsemi árið 2021. 

Mikill samdráttur verður í arðgreiðslum til ríkissjóðs. Bankinn greiddi 20,5 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2021 en nú er lagt til að aðalfundur samþykkti að greiða út 8,5 milljarða króna vegna síðasta rekstrarárs. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2023 samtals nema 175,2 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem var birtur í dag. 

Stærsta ástæðan fyrir samdrætti í hagnaði er einföld: gangvirði hlutabréfaeignar hans dróst verulega saman. 

Landsbankinn á miklu meira af hlutabréfum en hinir tveir stóru bankarnir. Þau hlutabréf hækkuðu mikið í verði á árinu 2021, sem hafði jákvæð áhrif á uppgjör bankans. Í fyrra lækkuðu þau hins vegar  umtalsvert, og það hafði verulega neikvæð áhrif. Nánar tiltekið nam tapið vegna þeirra um átta milljörðum króna á árinu 2022, en hagnaðurinn á árinum 2021 var um sex milljarðar króna.

Þar vegur þyngst lækkun á gangvirði óskráðra eignarhluta bankans í Eyri Invest hf. sem nemur 10,5 milljörðum króna í fyrra. Landsbankinn á 14,1 prósent í Eyri Invest, sem er langstærsti eigandi Marel. 

Markaðsvirði Marel lækk­aði um 43,9 pró­sent á síðasta ári, úr 663,5 millj­örðum króna í tæp­lega 367 millj­arða króna.

Vaxtamunur 2,7 prósent

Grunnrekstur Landsbankans var hins vegar í miklum vexti á síðasta ári. Tekju­módel íslenskra banka byggir helst á tvenns konar tekj­um: vaxta­tekjum sem byggja á mun­inum á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni, og þókn­ana­tekjum fyrir t.d. eigna­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­gjöf.

Vaxtamunur var 2,7 pró­sent hjá Lands­bank­anum sem skil­aði honum 46,5 millj­örðum króna í hreinar vaxta­tekj­ur. Það er 87 pró­sent af öllum rekstr­ar­tekjum hans. Um er að ræða mun hærri upp­hæð og bank­inn hafði í vaxta­tekjur á árunum 2020 og 2021, þegar þær voru 38 til 39 millj­arðar króna. Mark­aðs­hlut­deild á ein­stak­lings­mark­aði, sem er að uppi­stöðu til­komin vegna íbúðalána, var 40,1 pró­sent í lok síð­asta árs. Hún jókst milli ára og hefur aldrei verið hærri. Alls jukust íbúðalán bankans um 59 milljarða króna á síðasta ári.

Töluverð aukning var líka í útlánum til fyrirtækja en jukust þau um 92,0 milljarða króna sem jafngildir um 10 prósent  vexti þegar tekið hefur verið tillit til gengisáhrifa. Landsbankinn er umsvifamesti bankinn í útlánum til fyrirtækja með um 40 prósent hlutdeild í fyrirtækjalánum.

Í tilkynningu vegna uppgjörsins er sérstaklega tiltekið að bankinn hafi lánað mikið til byggingarverkefna á árinu þótt heildarútlán til greinarinnar hafi ekki hækkað að sama skapi þar sem sala eigna hefði gengið vel og uppgreiðslur því hraðar. „Okkur telst til að á síðasta ári höfum við fjármagnað um 4.300 íbúðir í 142 byggingarverkefnum. Við höfum stutt vel við íbúðauppbyggingu en undanfarið höfum við að jafnaði lánað um 36 milljarða króna til byggingarverkefna á hverju ári.“

Kostnaðarhlutfallið jókst

Landsbankinn bætti líka við sig í þjónustutekjum, en þær voru samtals 10,6 milljarðar króna í fyrra, rúmlega 1,1 milljarði króna meira en ári áður. 

Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans, sem mælir hvað kostn­aður er stór hluti af tekj­u­m, var 46,8 prósent í fyrra en hafði verið 43,2 pró­sent árið áður. Það hækkaði því umtalsvert. Ein­faldasta leiðin til að ná kostn­að­ar­hlut­falli niður er að fækka starfs­fólki. 

Eignir Lands­bank­ans voru 1.787 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og efna­hags­reikn­ing­ur­inn stækk­aði um 3,3 pró­sent á árinu 2022. Eigið fé bank­ans var 279,1 millj­arðar króna í lok síð­asta árs og lækkaði um 3,5 milljarða króna milli ára. og eig­in­fjár­hlut­fallið 24,7 pró­sent.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár