Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sam­þykkt að boða til verk­falla á fleiri hót­el­um, vöru­bif­reiða­stjór­um og starfs­mönn­um við ol­íu­dreif­ingu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar seg­ir að­gerð­irn­ar skyn­sam­leg­ar og ár­ang­urs­rík­ar.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu
Segir samstöðu ríkja Sólveig Anna segir að engar raddir séu uppi um það, meðal Eflingarfélaga, að greiða eigi atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að boða til verkfallsaðgerða á tveimur hótelkeðjum og hjá starfsmönnum sem starfa við akstur vörubifreiða og olíudreifingu. Auglýsa á atkvæðagreiðslur meðal félagsfólks um verkfallsboðanirnar í dag. Yrðu þær samþykktar myndu aðgerðirnar bætast við verkföll starfsmanna Eflingar sem starfa á Íslandshótelum, en það verkfall á að hefjast eftir slétta viku og er ótímabundið.

Um er að ræða verkfallsboðun á hótelkeðjunni Berjaya Hotels og nær það til um fjögur hundruð Eflingarfélaga. Þá er einnig boðað til verkfalls á hótelinu Reykjavík Edition þar sem starfa á annað hundrað félagsmenn í Eflingu.

Þá er boðað til verkfalls hjá Samskipum sem tekur til alls vörubifreiðaaksturs frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sundahöfn. Þá var samþykkt verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi, bæði er nær til aksturs en einnig annarra starfa. Þau fyrirtæki sjá um allan flutning frá stærstu olíubirgðastöð landsins, í Örfirisey.

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanirnar hefjast klukkan tólf á hádegi föstudaginn 3. febrúar og lýkur þeim klukkan sex í eftirmiðdaginn 7. febrúar, þegar að verkföll á Íslandshótelum verða hafin. Ef verkfallsboðanirnar verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

Segir áhyggjur af lýðræði innan Eflingar kostulegar

Efling hefur sætt gagnrýni af hálfu Samtaka atvinnulífsins fyrir þá aðferðarfræði sem stéttarfélagið hefur beitt, að boða til verkfalla fámennra hópa sem hitta ákveðna vinnustaði fyrir. Með því ráði fáir miklu um kjaraviðræður stórs hóps, um 21 þúsund félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Þetta er ákvörðun tekin af samninganefnd Eflingar, sem hefur þá afstöðu að það sé skynsamlegt og árangursríkt að standa að málum með þessum hætti. Svo segi ég að það er mjög kostulegt, svo vægt sé tekið til orða, að sjá áhyggjur manna af lýðræðislegum ferlum í Eflingu þegar þeir eru á sama tíma að reyna að svipta Eflingu sínum sjálfstæða samningsrétti og þröngva upp á félagsfólk kjarasamningi sem margoft hefur komið fram að hentar ekki Eflingarfélögum.“

Spurð hvort þau hafi orðið vör við vilja Eflingarfólks til að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara svarar Sólveig Anna því fortakslaust neitandi. „Það hafa verið sama og engar slíkar raddir, það er sannleikurinn. Þegar við erum að taka ákvarðanir eins og gert var í gær, um að fara í frekari verkfallsaðgerðir, þá eru það ákvarðanir sem teknar eru að vel ígrunduðu máli og við erum búin að kanna hug fólks. Við erum sífellt að meta stemninguna meðal okkar félagsfólks og þau eru tilbúin í þetta.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár