Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sam­þykkt að boða til verk­falla á fleiri hót­el­um, vöru­bif­reiða­stjór­um og starfs­mönn­um við ol­íu­dreif­ingu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar seg­ir að­gerð­irn­ar skyn­sam­leg­ar og ár­ang­urs­rík­ar.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu
Segir samstöðu ríkja Sólveig Anna segir að engar raddir séu uppi um það, meðal Eflingarfélaga, að greiða eigi atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að boða til verkfallsaðgerða á tveimur hótelkeðjum og hjá starfsmönnum sem starfa við akstur vörubifreiða og olíudreifingu. Auglýsa á atkvæðagreiðslur meðal félagsfólks um verkfallsboðanirnar í dag. Yrðu þær samþykktar myndu aðgerðirnar bætast við verkföll starfsmanna Eflingar sem starfa á Íslandshótelum, en það verkfall á að hefjast eftir slétta viku og er ótímabundið.

Um er að ræða verkfallsboðun á hótelkeðjunni Berjaya Hotels og nær það til um fjögur hundruð Eflingarfélaga. Þá er einnig boðað til verkfalls á hótelinu Reykjavík Edition þar sem starfa á annað hundrað félagsmenn í Eflingu.

Þá er boðað til verkfalls hjá Samskipum sem tekur til alls vörubifreiðaaksturs frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sundahöfn. Þá var samþykkt verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi, bæði er nær til aksturs en einnig annarra starfa. Þau fyrirtæki sjá um allan flutning frá stærstu olíubirgðastöð landsins, í Örfirisey.

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanirnar hefjast klukkan tólf á hádegi föstudaginn 3. febrúar og lýkur þeim klukkan sex í eftirmiðdaginn 7. febrúar, þegar að verkföll á Íslandshótelum verða hafin. Ef verkfallsboðanirnar verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

Segir áhyggjur af lýðræði innan Eflingar kostulegar

Efling hefur sætt gagnrýni af hálfu Samtaka atvinnulífsins fyrir þá aðferðarfræði sem stéttarfélagið hefur beitt, að boða til verkfalla fámennra hópa sem hitta ákveðna vinnustaði fyrir. Með því ráði fáir miklu um kjaraviðræður stórs hóps, um 21 þúsund félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Þetta er ákvörðun tekin af samninganefnd Eflingar, sem hefur þá afstöðu að það sé skynsamlegt og árangursríkt að standa að málum með þessum hætti. Svo segi ég að það er mjög kostulegt, svo vægt sé tekið til orða, að sjá áhyggjur manna af lýðræðislegum ferlum í Eflingu þegar þeir eru á sama tíma að reyna að svipta Eflingu sínum sjálfstæða samningsrétti og þröngva upp á félagsfólk kjarasamningi sem margoft hefur komið fram að hentar ekki Eflingarfélögum.“

Spurð hvort þau hafi orðið vör við vilja Eflingarfólks til að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara svarar Sólveig Anna því fortakslaust neitandi. „Það hafa verið sama og engar slíkar raddir, það er sannleikurinn. Þegar við erum að taka ákvarðanir eins og gert var í gær, um að fara í frekari verkfallsaðgerðir, þá eru það ákvarðanir sem teknar eru að vel ígrunduðu máli og við erum búin að kanna hug fólks. Við erum sífellt að meta stemninguna meðal okkar félagsfólks og þau eru tilbúin í þetta.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár