Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sam­þykkt að boða til verk­falla á fleiri hót­el­um, vöru­bif­reiða­stjór­um og starfs­mönn­um við ol­íu­dreif­ingu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar seg­ir að­gerð­irn­ar skyn­sam­leg­ar og ár­ang­urs­rík­ar.

Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu
Segir samstöðu ríkja Sólveig Anna segir að engar raddir séu uppi um það, meðal Eflingarfélaga, að greiða eigi atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að boða til verkfallsaðgerða á tveimur hótelkeðjum og hjá starfsmönnum sem starfa við akstur vörubifreiða og olíudreifingu. Auglýsa á atkvæðagreiðslur meðal félagsfólks um verkfallsboðanirnar í dag. Yrðu þær samþykktar myndu aðgerðirnar bætast við verkföll starfsmanna Eflingar sem starfa á Íslandshótelum, en það verkfall á að hefjast eftir slétta viku og er ótímabundið.

Um er að ræða verkfallsboðun á hótelkeðjunni Berjaya Hotels og nær það til um fjögur hundruð Eflingarfélaga. Þá er einnig boðað til verkfalls á hótelinu Reykjavík Edition þar sem starfa á annað hundrað félagsmenn í Eflingu.

Þá er boðað til verkfalls hjá Samskipum sem tekur til alls vörubifreiðaaksturs frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sundahöfn. Þá var samþykkt verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi, bæði er nær til aksturs en einnig annarra starfa. Þau fyrirtæki sjá um allan flutning frá stærstu olíubirgðastöð landsins, í Örfirisey.

Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanirnar hefjast klukkan tólf á hádegi föstudaginn 3. febrúar og lýkur þeim klukkan sex í eftirmiðdaginn 7. febrúar, þegar að verkföll á Íslandshótelum verða hafin. Ef verkfallsboðanirnar verða samþykktar hefjast verkföll 15. febrúar.

Segir áhyggjur af lýðræði innan Eflingar kostulegar

Efling hefur sætt gagnrýni af hálfu Samtaka atvinnulífsins fyrir þá aðferðarfræði sem stéttarfélagið hefur beitt, að boða til verkfalla fámennra hópa sem hitta ákveðna vinnustaði fyrir. Með því ráði fáir miklu um kjaraviðræður stórs hóps, um 21 þúsund félagsmanna Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur lítið fyrir þá gagnrýni. „Þetta er ákvörðun tekin af samninganefnd Eflingar, sem hefur þá afstöðu að það sé skynsamlegt og árangursríkt að standa að málum með þessum hætti. Svo segi ég að það er mjög kostulegt, svo vægt sé tekið til orða, að sjá áhyggjur manna af lýðræðislegum ferlum í Eflingu þegar þeir eru á sama tíma að reyna að svipta Eflingu sínum sjálfstæða samningsrétti og þröngva upp á félagsfólk kjarasamningi sem margoft hefur komið fram að hentar ekki Eflingarfélögum.“

Spurð hvort þau hafi orðið vör við vilja Eflingarfólks til að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara svarar Sólveig Anna því fortakslaust neitandi. „Það hafa verið sama og engar slíkar raddir, það er sannleikurinn. Þegar við erum að taka ákvarðanir eins og gert var í gær, um að fara í frekari verkfallsaðgerðir, þá eru það ákvarðanir sem teknar eru að vel ígrunduðu máli og við erum búin að kanna hug fólks. Við erum sífellt að meta stemninguna meðal okkar félagsfólks og þau eru tilbúin í þetta.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár