Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur að traust erlendra stjórnvalda glatist ef upplýst sé um fjölda neyðarvegabréfa

Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið þurfi ekki að upp­lýsa um hversu mörg neyð­ar­vega­bréf hafi ver­ið út­gef­in á grund­velli nýrr­ar reglu­gerð­ar sem und­ir­rit­uð var í fyrra. Það tók nefnd­ina 252 daga að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu. Full­yrt hef­ur ver­ið að reglu­gerð­inni hafi ver­ið breytt eft­ir að Ragn­ar Kjart­ans­son leit­aði til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um að­stoð fyr­ir Pus­sy Riot.

Telur að traust erlendra stjórnvalda glatist ef upplýst sé um fjölda neyðarvegabréfa
Ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fékk heimild til að gefa út sérstöku vegabréfin við undirritun reglugerðar sem tók gildi í apríl í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest að utanríkisráðuneytið hafi mátt neita að upplýsa Heimildina um hversu mörg neyðarvegabréf hafi verið gefin út á grundvelli reglugerðar sem utanríkisráðherra undirritaði í apríl í fyrra. Greint hefur verið frá því að reglugerðin hafi verið sett eftir að listamaðurinn Ragnar Kjartansson, sem hefur verið í framboði fyrir Vinstri græna, óskaði eftir aðstoð frá ríkisstjórninni fyrir hina rússnesku Mariu Alyokhina, aðgerð­­ar­sinna og liðs­­konu rús­s­­nesku pönkrokksveitarinnar Pussy Riot svo hún gæti flúið Rússland. 

Utanríkisráðuneytið vísaði til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. greinar upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Í úrskurði nefndarinnar er greint frá því að utanríkisráðuneytið hafi komið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum. Ekki er tilgreint í úrskurðinum hvaða viðbótarskýringar þar sé um að ræða. 

Í niðurstöðu sinni segir úrskurðarnefndin að hún telji ótvírætt að gögnin sem óskað var eftir falli undir ákvæði 2. töluliðar 10. greinar upplýsingalaga. Sá liður veitir heimild til að tak­marka aðgang almenn­ings að gögnum þegar mik­il­vægir almanna­hags­munir krefj­ist og 2. töluliður heimilar slíka takmörkun þegar gögnin hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjöl­þjóða­stofn­an­ir. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að hún fallist á „það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.“ 

Þar er ekki greint efnislega frá því með hvaða hætti nefndin telur það traust geta glatast.

Neyðarvegabréf við „sérstakar aðstæður“

Umrædd reglu­gerð var und­ir­rituð 26. apríl síð­ast­lið­inn. Í henni felst að Þór­­­dís Kol­brún Reyk­­­fjörð Gylfa­dóttir utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra má nú óska þess að Útlend­inga­­­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings „ef sér­­­stakar ástæður eru fyrir hend­i“. 

Í reglu­­gerð­inni er sér­­­stak­­­lega tekið fram að hægt sé að láta útlend­ing fá slíkt neyð­­­ar­­­vega­bréf jafn­­­vel þótt hann sé ekki lög­­­­­lega búsettur hér­­­­­lend­­­is. Ut­an­­­rík­­­is­ráð­herra má nú líka fela send­i­­­skrif­­­stofum Íslands og kjör­ræð­is­­­mönnum að gefa út neyð­­­ar­­­vega­bréf til útlend­ings til allt að eins mán­að­­­ar.

Kjarn­inn, sem hefur nú runnið inn í Heimildina, óskaði í maí í fyrra eftir upp­­­lýs­ingum um hversu mörg vega­bréf hefðu verið gefin út á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn var síðan að reglu­­­gerðin tók gildi og hvenær þau voru útgef­in. Ekki var óskað eftir upplýsingum um hverjir hefðu fengið úthlutað slíkum vegabréfum.

Ráðu­­­neytið neit­aði að svara þeirri fyr­ir­­­spurn með vísum í 9. og 10. grein upp­­lýs­inga­laga. Kjarninn/Heimildin taldi að hvorug greinin ætti við um þá upp­­lýs­inga­beiðni sem send var, enda snýst hún um óper­­són­u­­grein­an­­lega töl­fræði.

Flúði RússlandMaria Alyokhina, meðlimur Pussy Riot, flúði heimaland sitt Rússland eftir að hafa verið úrskurðuð í vist í fangabúðum. Áður hafði hún verið inn og út úr fangelsum fyrir að hafa mótmælt stjórnarfari Pútíns.

For­­dæmi er fyrir því að utan­­­­­rík­­­is­ráðu­­­neytið veiti per­­­són­u­­­grein­an­­­legar upp­­­lýs­ingar um ein­stak­l­inga sem hafa fengið sér­­­­­stök vega­bréf. Það gerð­ist haustið 2005 þegar Mörður Árna­­­son, þáver­andi þing­­­maður Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, spurði Geir H. Haarde, þáver­andi utan­­­­­rík­­­is­ráð­herra, um þá ein­stak­l­inga sem höfðu ann­­­ars vegar diplómat­ísk vega­bréf og hins vegar svokölluð þjón­ust­u­­­vega­bréf. Geir birti lista með nöfnum allra þeirra ein­stak­l­inga í svari við skrif­­legri fyr­ir­­spurn Marðar á Alþing­i. 

Kjarn­inn/Heimildin kærði ákvörðun utan­rík­is­ráðu­neytið um að svara ekki fyr­ir­spurn hans til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Kæran var tekin til meðferðar 23. maí í fyrra. Niðurstaða lá fyrir í gær, eða 252 dögum síðar. Sam­kvæmt lögum á nefndin að birta úrskurð í málum að jafn­aði innan 150 daga frá því að kæra er mót­tek­in. 

Hlutverk Ragnars Kjartanssonar

Þann 11. maí í fyrra birt­ist umfjöllun í New York Times um að listamaðurinn Ragn­ar Kjartansson, sem var fram­­bjóð­andi Vinstri grænna í síð­­­ustu kosn­­ing­um og hefur leikið í kosn­inga­aug­lýs­ingum fyrir flokk­inn ásamt því að styðja Katrínu Jak­obs­dóttur forsætisráðherra á opin­berum vett­vangi, hefði aðstoðað Alyokhina á flótta sínum frá Rús­s­landi. Í umfjöll­un­inni kom fram að Ragnar hefði fengið ónefnt Evr­­ópu­land til að gefa út ferða­skil­­ríki sem veitti Alyokhina sömu stöðu og íbúar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Ferða­skil­­ríkj­unum var smyglað inn til Hvíta-Rús­s­lands svo hún gæti notað þau til að kom­­ast þaðan og yfir til Lit­há­ens.

Alyokhina not­aði í kjöl­farið þessi nýju ferða­skil­­ríki til að Pussy Riot gæti haldið tón­­leika­­ferð í Evr­­ópu. 

Stundin, sem nú er hluti af Heimildinni, greindi frá því þann 9. desember í fyrra að Alyokhina hefði fengið útgefið sér­stakt vega­bréf á Íslandi á grund­velli áðurnefndar reglu­gerðar. Í umfjölluninni sagði að fjöl­mið­ill­inn hefði heim­ildir fyrir því að Ragnar hefði leitað til Katrínar Jak­obs­dóttur um aðstoð við að tryggja Alyokhina íslenskt vega­bréf og það hafi leitt til þess að reglu­gerðin var sett.

Ragnar vildi hvorki játa því né neita í sam­tali við Stund­ina/Heimildina hvort Katrín hefði verið á meðal þeirra sem hann hafi þurft að sann­færa til að hægt væri að gefa út sér­stakt vega­bréfa fyrir Alyokhina. For­sæt­is­ráðu­neytið neit­aði að tjá sig um mál­efni ein­stak­linga í svari til Stund­ar­innar/Heimildarinnar en þar sagði að for­sæt­is­ráð­herra sam­gleðj­ist „bæði Mariu Alyokhina og félögum hennar í Pussy Riot að þau hafi tæki­færi til þess að nýta sér list­rænt og póli­tískt tján­ing­ar­frelsi sitt.“

Utan­rík­is­ráðu­neytið neit­aði líka að tjá sig efn­is­lega um mál­ið þegar Stundin/Heimildin leitaði eftir því.

Hægt er að lesa úrskurð nefndarinnar í heild sinni hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár