Theódór Skúli Sigurðsson, sérfræðingur í barnasvæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og formaður Félags sjúkrahúslækna, fór í þriggja mánaða leyfi í fyrra vegna streitu. Botninum náði hann í tengslum við alvarleg veikindi móður sinnar, sem var langt gengin með krabbamein og komin inn á hjúkrunarheimili. „Hún var í raun að bíða eftir dauðanum. Þetta var mjög erfitt og langdregið ferli, en ég vildi vera hjá móður minni. Það steypti mér endanlega fram af brúninni. Allt annað fékk að láta undan, fjölskylda, vinna, rannsóknir, allt annað,“ útskýrir hann. „Ég beið skipbrot.“
Hann var á næturvakt þegar eiginmaður konu sem lá fyrir dauðanum á gjörgæslu tók hann tali. „Um miðja nótt lentum við í heimspekilegum umræðum um lífið og tilveruna, hvernig allt breytist á einu augnabliki og hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Ég kláraði síðan næturvaktina, skrifaði tölvupóst til yfirlæknisins og lýsti kulnunareinkennum. Ég sagðist þurfa að taka mér hlé, því ég …
Athugasemdir (2)