Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gaf 2.000 milljarða króna til góðgerðamála eftir skilnað við ríkasta mann í heimi – og er rétt að byrja

MacKenzie Scott var gift Jeff Bezos, stofn­anda Amazon, í 25 ár. Við skiln­að þeirra ár­ið 2019 hét hún því að gefa að minnsta kosti helm­ing auðæfa sinna til góð­gerða­mála. Hún er á góðri leið með að tak­ast ætl­un­ar­verk­ið og hef­ur nú opn­að vef­síðu þar sem fylgj­ast má með hvert fjár­mun­irn­ir renna.

Gaf 2.000 milljarða króna til góðgerðamála eftir skilnað við ríkasta mann í heimi – og er rétt að byrja
Mannvinurinn MacKenzie Scott fékk fjögur prósent hlut í Amazon við skilnað hennar við Jeff Bezos, þá ríkasta mann heims, sem og 38 milljarða Bandaríkjadala og hefur hún heitið því að gefa að minnsta kosti helminginn til góðgerðamála. Mynd: AFP

Mannvinurinn og rithöfundurinn MacKenzie Scott hefur gefið yfir 14 milljarða Bandaríkjadala til meira en 1.600 góðgerðasamtaka og félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Það eru rúmlega tvö þúsund milljarðar króna. 2.005.920.000.000 krónur nánar tiltekið. 

Scott var gift Jeff Bezos, stofnanda og fyrrum forstjóra Amazon í aldarfjórðung. Þau skildu árið 2019 eftir að upp komst um framhjáhald hans og fjölmiðlakonunnar Lauren Sánches, sem var gift vini Bezos. 

Scott kom að stofnun Amazon árið 1994. Þegar þau skildu var Bezos ríkasti maður í heimi og átti yfir 16 prósent hlut í Amazon. Scott fékk fjögur prósent hlut í Amazon við skilnaðinn sem og 38 milljarða Bandaríkjadala og hefur hún heitið því að gefa að minnsta kosti helminginn til góðgerðamála. Samkvæmt úttekt Forbes hefur enginn milljarðamæringur losað sig jafn hratt við auðæfi sín og Scott. 

Hún er nú á góðri leið að ná því. Auðæfi Scott eru í dag metin á 30,5 milljarða Bandaríkjadala og var hún í 30. sæti yfir ríkustu einstaklinga heims á síðasta ári. Í desember opnaði Scott heimasíðu, Yield Giving, þar sem finna má yfirlit yfir samtök og félög sem hún veitir fjármagn. Áður hafði hún nýtt sér The Giving Pledge, herferð Warren Buffett og Bill Gates sem hafa vermt efstu sæti listans yfir ríkustu menn heims árum saman.

Á heimasíðu The Giving Pledge geta milljarðamæringar ráðstafað fjármunum sínum til ýmissa góðgerðamála. Fjölmargir milljarðamæringar tóku herferðinni fagnandi og skráðu sig til þátttöku. Jeff Bezos var ekki á meðal þeirra en hann sagði í samtali við fréttamann CNN í nóvember að hann ætli að gefa meirihluta auðæfa sinna til að kljást við afleiðingar loftslagsbreytinga, auk þess sem hann vill styðja við þau sem geta „sameinað mannkyn á tímum mikillar félagslegrar og pólitískrar sundrungar“.

AuðjöfrarJeff Bezos og MacKenzie Scott voru gift í aldarfjórðung. Þau eru bæði á lista yfir ríkasta fólk í heimi. Þau hafa bæði heitið því að gefa meirihlut auðæfa sinna til góðgerðamála.

Árið 2018 varð Bezos ríkasti maður sögunnar þegar hann varð sá fyrsti á lista Forbes með eignir upp á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Bezos er næstríkasti maður heims sem stendur, á eftir Elon Musk, stofnanda og eiganda Tesla, og eru eignir hans metnar á 171 milljarð Bandaríkjadala. 

Hægt að auka virði með því að láta af stjórn

Með stofnun eigin samtaka og heimasíðu vill Scott veita meiri innsýn inn í ferlið og gera það gagnsætt. Nú getur því hver sem er nálgast upplýsingar um hvernig hún hyggst ráðstafa auðæfum sínum til góðgerðamála. Nafn samtakanna, Yield Giving, þýðir einfaldlega „að gefa af sér“. 

Samtökunum er lýst með eftirfarandi hætti á heimasíðunni: „Stofnað af MacKenzie Scott til að útdeila fjárhagslegum auði sem er afrakstur vinnu fjölda fólks.“ Þar segir einnig að nafnið sé til komið þar sem Scott er þeirrar trúar að með því að láta af stjórn sé hægt að auka virði einhvers. 

Engir skilmálar fylgja fjármagninu sem Scott gefur og hefur henni verið hrósað fyrir þá nálgun. Meðal þeirra sem hafa fengið styrk frá Scott eru samtök sem einblína á menntun, alþjóðleg samtök sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða, samtök sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks, geðheilbrigðissamtök og samtök sem aðstoða flóttafólk. Framlög til hverra samtaka eru frá nokkur hundruð þúsund Bandaríkjadölum til tugmilljóna. 

Miðstöð um áhrifaríka manngæsku (e. Center for Effective Philanthropy) eru samtök sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða sem sérhæfa sig í að framlög til góðgerðamála skili sér með sem áhrifaríkustum hætti. Miðstöðin rannsakaði aðferðafræði Scott við veitingu styrkjanna. Þó Scott hafi verið lofsömuð að mestu fyrir framlag sitt hefur hún verið gagnrýnd fyrir að veita mis háar upphæðir. Helsta niðurstaða rannsóknarinnar var hins vegar að áhrif styrkja sem Scott veitti á 12 mánaða tímabili, sumarið 2020 til sumarsins 2021, „hafa verið gífurlega og ákaflega jákvæð“. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurborg Matthíasdóttir skrifaði
    Þyrftir að leiðrétta fyrirsögnina sem gefur í skyn að hann hafi átt peningana en ekki þau saman. Þau voru ríkasta fólk í heimi. Í fyrirsögninni felst því miður kvenfyrirlitning.
    1
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Ef þau hafa gert eignaskiptasamning við brúðkaupið hafa þau ekki átt eignirnar saman.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár