Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgi Framsóknar í borginni hrynur en meirihlutinn bætir samt við sig

Næst­um helm­ing­ur borg­ar­búa er óánægð­ur með störf borg­ar­stjóra en flokk­ur hans mæl­ist samt sem áð­ur stærsti flokk­ur­inn í borg­inni. Pírat­ar bæta við sig mestu fylgi en all­ir í minni­hluta nema Sósí­al­ista­flokk­ur­inn hafa tap­að fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um.

Fylgi Framsóknar í borginni hrynur en meirihlutinn bætir samt við sig
Á bæn? Einar Þorsteinsson leiddi Framsóknarflokkinn til mikils kosningasigurs fyrir örfáum mánuðum síðan. Fylgið hefur dregist saman um rúmlega tíu prósentustig siðan þá. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, undir forystu Einars Þorsteinssonar, mælist með 8,2 prósent fylgi í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur í borgarstjórnarkosningunum  í fyrravor þegar hann fékk 18,7 prósent atkvæða. Því hefur Framsókn tapað 10,5 prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabili, en Einar mun taka við sem borgarstjóri um næstu áramót. 

Hinir flokkarnir sem mynduðu meirihluta með Framsóknarflokknum; Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, bæta allir við sig fylgi frá kosningunum. Samfylkingin bætir við sig 3,1 prósentustigi, mælist stærsti flokkurinn í borginni og nýtur stuðnings 23,4 prósent kjósenda. Píratar bæta mesta allra flokka við sig, tæpum níu prósentustigum, og mælast með 20,4 prósent fylgi. Viðreisn fer svo úr 5,2 í 6,8 prósent fylgi. Samanlagt mælist fylgi flokkanna sem mynda meirihlutann 58,8 prósent. Það er þremur prósentustigum meira en þeir fengu í kosningunum í maí í fyrra. 

Af því leiðir að minna hlutfall kjósenda myndi vilja kjósa flokkanna sem sitja í minnihluta borgarstjórnar nú en gerðu það í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í minnihluta og sá sem fékk flest atkvæði allra í síðustu kosningum, mælist nú með 22,3 prósent fylgi. Það er 2,2 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í fyrravor. Flokkur fólksins fer úr 4,5 í 3,8 prósent og Vinstri græn úr 4,0 í 3,3 prósent. 

Eini flokkurinn í minnihlutanum sem bætir við sig fylgi frá kosningum er Sósíalistaflokkur Íslands, sem fer úr 7,7 í 9,6 prósent. 

Sanna stendur sig best

Maskína mældi einnig ánægju með meiri- og minnihluta og það hvort fólki fyndist Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, standa sig vel. Einungis 21,5 prósent sögðu að þeim fyndist meirihlutinn vera að standa sig vel og 46,6 prósent töldu hann raunar vera að standa sig illa. 

Aðspurðir voru þó enn minna hrifnir af frammistöðu minnihlutans. Einungis 11,7 prósent sögðu að hann stæði sig vel og 44,9 prósent telja að hann hafi staðið sig illa. Alls sögðust tæplega 28 prósent vera ánægð með störf Dags sem borgarstjóra en 48 prósent voru óánægð með hann.

ÁnægjaSanna Magdalena Mörtudóttir er sá borgarfulltrúi sem flestir eru ánægðir með.

Maskína spurði líka um þann borgarfulltrúa sem fólki þótti hafa staðið sig best. Þar nefndu flestir, 15,5 prósent, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins. Dagur kom þar á eftir með 12,9 prósent og fast á hæla hans Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var nefnd af 10,3 prósent aðspurðra en Einar Þorsteinsson, væntanlegur borgarstjóri, af einungis 8,5 prósent. 

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 702, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 25. nóvember til 2. desember 2022. Niðurstöðurnar voru fyrst birtar í dag.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár