Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Al­menn­ing­ur virð­ist lítt upp­lýst­ur um að heima­brugg­un áfeng­is til einka­neyslu er bönn­uð og fel­ur í sér refsi­verð­an verkn­að. Dóms­mála­ráð­herra ætl­ar að aflétta bann­inu og heima­brugg­ar­ar, versl­un­ar­menn í brugg­brans­an­um og hags­muna­fé­lag heima­brugg­ara taka áform­uð­um breyt­ing­um fagn­andi.

Kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum um að afnema bann við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður þó óheimilt að framleiða áfengi með eimingu og stunda heimabruggun í því skyni að selja afurðina. Áform frumvarpsins voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendi til þess að „réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga“, að því er segir í greinargerðinni. Samkvæmt gildandi áfengislögum er innflutningur, heildsala, smásala og framleiðsla sem fram fer í atvinnuskyni án leyfis samkvæmt lögum óheimil og varðar sektum eða fangelsi allt að sex árum. 

Rík menning heimabruggunar kallar á endurskoðun laga

Dómsmálaráðherra sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að með breytingunum sé verið að gera það löglegt sem stundað er mjög víða á heimilum. Með breytingunum sé því verið að lögleiða það sem „augljóslega hefur verið uppi í áratugi“. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á undanförnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar, sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa sem hafa hafið starfsemi um allt land. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. 

Ráðuneytið telur því tímabært að taka til skoðunar hvort enn séu rök fyrir því að skilgreina heimabruggun sem refsiverða háttsemi samkvæmt lögum. Á annan tug umsagna hafa borist frá því að frumvarp til breytinga á áfengislögum var birt í samráðsgátt 19. janúar. 

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur“

Ein umsögnin er stutt og laggóð: „Já - þó fyrr hefði verið“ og í annarra snarpri umsögn segir að auðvitað eigi að leyfa fólki að brugga sinn mjöð. 

Hrafnkell Freyr Magnússon, eigandi Brew.is, verslunar með hráefni og búnað til bjórframleiðslu, segir í umsögn sinni að lengi hafi enginn haft áhuga á að breyta lögunum því fyrirkomulagið virki ágætlega eins og það er, þar sem lögunum er ekki framfylgt og því taki ekki að breyta þeim. Nú segir hann hins vegar vera „kominn tími til að gera áhugamál margra Íslendinga löglegt“ og því styður hann frumvarpið heilshugar. 

„Auðvitað á að leyfa fólki að brugga sinn mjöð“
Úr umsögn um áform um afnám banns við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu

„Heimur bruggsins er heillandi, spennandi, flókinn og fallegur,“ skrifar Dagur Helgason í umsögn sinni. Hann titlar sig sem heimabruggara, ríkisstarfsmanna, verkfræðing og nörd og segir hann heimabrugg snúast fyrst og fremst um að frelsi til að skapa þá upplifun sem hverjum og einum hugnast. „Það að banna slíkt á meðan áfengi er löglegt er í besta falli kjánalegt,“ skrifar Dagur, sem fagnar áformum dómsmálaráðherra. 

Löng bið eftir afurðinni mun ekki auka unglingadrykkju eða misnotkun áfengis

Fágun, félag áhugafólks um gerjun og eiginlegt hagsmunafélag heimabruggara, bendir á í umsögn sinni að heimagerjun matvæla hefur tengst matarmenningu frá landnám og hefur „bæði haldið lífi í fólki og glætt menningu og magaflóru landsmanna lífi allar götur síðan“. Gerjaðir, heimabruggaðir drykkir eru einn angi fjölbreyttrar matarmenningar sem falla undir frumvarp dómsmálaráðherra. 

Fágun styður því frumvarpsbreytingarnar og telur að lögleg heimabruggun muni ekki hafa í för með sér aukna hættu á unglingadrykkju eða misnotkun áfengis. Rökin sem Fágun leggur til eru hráefniskostnaður, tækjakostnaður og ekki síst biðin langa eftir því að njóta afurðarinnar sem brugguð er heima. 

„Hægir sú staðreynd sennilega á flestum sem ekki eru í þessu af ástríðunni einni saman, að bíða þurfi eftir hinum heimabrugguðu veigum í oft fjölmargar vikur og/eða mánuði og ár,“ segir í umsögn Fágunar. Samtökin telja að frumvarpið muni færa áhugafólki um gerjun betra umhverfi til að rækta sitt áhugamál með því að gera það löglegt og virki vonandi sem „hvatning til góðra verka og gerir þeim menningararfi sem felst í gerjun matvæla og drykkja enn hærra undir höfði til framtíðar“. 

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpið rennur út 2. febrúar og hægt er að senda inn umsögn hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár