Haustið 2015 vöktu myndir og frásagnir af eftirliti Matvælastofnunar með svínarækt hörð viðbrögð, en í umfjöllun RÚV um málið kom fram að allt að önnur hver gylta á svínabúum landsins reyndist vera með legusár. Ástæðan var rakin til þess að hér á landi tíðkaðist enn að geyma gylturnar á þröngum básum, þar sem þær gátu í mörgum tilfellum ekki staðið uppréttar. Búið var að banna slíka bása löngu fyrr á Norðurlöndunum. Raunar líka hér á landi, því blátt bann hafði verið við því að geyma gyltur á básum í að verða tvö ár, þegar fjallað var um málið í fjölmiðlum.
Fengu áratug og styrk
Svínaræktendum hafði, þrátt fyrir löggjöfina, verið gefinn heill áratugur til að aðlaga sig að reglunum, sem munu því ekki öðlast gildi fyrr en árið 2025. Engu að síður kom sú krafa fljótlega upp að ríkið tæki þátt í að styrkja dýrar breytingar á húsum svínabænda til …
Þetta er ekki Landbunaður. Heldur Verksmiðju Svinaeækt. Kvitflibba Firar græða i Massavis.