Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust

Aug­lýs­inga­her­ferð hef­ur nú ver­ið hrund­ið af stað vegna sölu íbúða í tveim­ur nýj­um sjö hæða fjöl­býl­is­hús­um við Ánanaust. Um eitt og hálft ár er þar til íbúð­irn­ar eiga að fást af­hent­ar. Á efstu hæð­un­um eru íbúð­ir sem eru með þeim dýr­ustu sem sett­ar hafa ver­ið í sölu hér­lend­is. Fast­eigna­sali seg­ir spurn eft­ir lúxus­í­búð­um af þess­um toga lúta sín­um eig­in lög­mál­um.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust
Ánanaust Húsin tvö sem eru komin í sölu eru þau sem sjást hér fremst á myndinni. Dýrar lúxusíbúðir eru á efstu hæðunum, en minnstu íbúðirnar í húsunum eru um 50 fermetrar að stærð og kosta frá 49,5 milljónum.

Fyrstu íbúðirnar í nýjum fjölbýlishúsum á Héðinsreit, á mótum Mýrargötu og Ánanausta, eru nú boðnar til sölu. Um er að ræða tvö fjölbýlishús af sex húsum á reitnum sem byggð verða af fasteignaþróunarfélagi sem heitir Festir. Dýrasta íbúðin í þessum tveimur húsum er með þeim dýrustu sem sett hefur verið á markað á Íslandi, en uppsett verð fyrir hana eru 416 milljónir króna.

Fyrir 416 milljónir króna fæst 278 fermetra íbúð á 7. hæð með tveimur svefnherbergjum, fataherbergi, þvottahúsi, þremur baðherbergjum og þrennum svölum. Auk þess fylgja íbúðinni tvö bílastæði í bílakjallara og lyfta hússins gengur beint inn í íbúðina. Í sama húsi er önnur íbúð á sjöundu hæðinni verðlögð á 355 milljónir.

Sala húsanna fer af stað á morgun, en á sérstökum vef sem settur hefur verið upp til að kynna fasteignaþróunarverkefnið, sem gengur undir nafninu Vesturvin, má kynna sér eitt og annað um íbúðirnar sem boðnar eru til sölu; stærð, verð og fyrirhugað innra skipulag eignanna.

Kjartan Hallgeirsson fasteignasali hjá Eignamiðlun, annarri af tveimur fasteignasölum sem sjá um söluna á húsunum fyrir fasteignaþróunarfélagið, segir við Heimildina að söluvefurinn hafi verið mikið skoðaður undanfarna daga, en auk þess að setja vefinn í loftið hefur athygli verið vakin á verkefninu með auglýsingum í fjölmiðlum.

Hvort athyglin sem vefurinn hafi fengið skili sér svo í kauptilboðum er annað mál, en kemur væntanlega í ljós á næstu dögum.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum“
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali

Kjartan bendir á að enn sé langt í afhendingu húsanna sem nú eru til sölu, eins og öllum sem leggja leið sína framhjá byggingarreitnum má vera ljóst, en húsin tvö, sem eiga að standa næst hringtorginu sem tengir Ánanaust við verslunarhverfið á Grandanum eru rétt byrjuð að potast upp úr jörðinni. 

„Grunnvinnan tekur lengstan tíma,“ segir Kjartan. Stefnt er að því að hæðunum fjölgi ört á næstu misserum, en bæði húsin eiga að verða sjö hæða há og munu breyta ásýnd svæðisins mikið. Stefnt er að afhendingu íbúðanna um mitt sumar 2024.

Efsta hæðin í húsi V1 þegar sögð seld

Húsin sem eru komin í sölu hafa heitið V1 og V2 á vef Festis og dýrustu íbúðirnar á efstu hæðinni sem hér voru nefndar að ofan eru í húsi V2. Íbúðirnar á efstu hæðinni í húsi V1 eru hins vegar sagðar seldar nú þegar, en þær eru minni en íbúðirnar sem eru til sölu í húsi V2 á 355 og 416 milljónir króna.

LúxusíbúðHér má virða fyrir sér innra skipulag íbúðarinnar á efstu hæðinni í húsi V2 við Ánanaust. Ásett verð eru 416 milljónir króna.

Í samtali við Heimildina segir Kjartan að næstu hús á vegum Festis byggist upp á komandi árum og að uppbygging og sala íbúða á reitnum verði líklega um fimm ára verkefni. Hann væntir þess að spurn verði eftir nýjum íbúðum á þessum stað í vesturhluta borgarinnar.

Spurður út í dýrustu íbúðirnar og markaðinn fyrir þær sérstaklega segir Kjartan rétt að þetta sé með hæstu verðum sem sett hafi verið á íbúðir í fjölbýlishúsum á Íslandi, „ekkert langt frá þessum verðum sem voru í Austurhöfninni“, en þar seldist til dæmis ein 354 fermetra horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn á 500 til 600 milljónir króna, samkvæmt því sem heimildir Morgunblaðsins hermdu undir lok árs 2021.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum,“ segir Kjartan og nefnir að ekki séu margar íbúðir í húsunum tveimur sem falli í þennan flokk dýrra lúxusíbúða. „Það þarf ekki marga kaupendur að sex íbúðum,“ segir fasteignasalinn, en á söluvef húsanna má sjá að auk lúxusíbúðanna fjögurra á 7. hæðum húsanna tveggja eru sex íbúðir að auki sem kosta yfir 200 milljónir króna.

Í húsunum sex sem Festir hyggst reisa á reitnum verða í heild sinni 210 íbúðir og verður einn sameiginlegur bílakjallari fyrir þau hús undir reitnum, með alls 167 bílastæðum fyrir íbúa. Auk íbúðanna verða svo um 900 fermetrar af atvinnurými á jarðhæðum húsanna og segist fasteignaþróunarfélagið leggja „mikla áherslu á að í atvinnurýmum verði starfsemi sem er íbúðabyggðinni ekki til trafala vegna ónæðis“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Er það sem mér sýnist að þökin séu flöt? Það hefur ekki gefist vel hélendist. Það verður ekkert lát á útsynningnum.
    0
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    1% þjóðarinnar þarf að eiga kost á mannsæmandi íbúðarhúsnæði!!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár