Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust

Aug­lýs­inga­her­ferð hef­ur nú ver­ið hrund­ið af stað vegna sölu íbúða í tveim­ur nýj­um sjö hæða fjöl­býl­is­hús­um við Ánanaust. Um eitt og hálft ár er þar til íbúð­irn­ar eiga að fást af­hent­ar. Á efstu hæð­un­um eru íbúð­ir sem eru með þeim dýr­ustu sem sett­ar hafa ver­ið í sölu hér­lend­is. Fast­eigna­sali seg­ir spurn eft­ir lúxus­í­búð­um af þess­um toga lúta sín­um eig­in lög­mál­um.

Þrennar svalir og þrjú baðherbergi í 416 milljóna króna íbúð við Ánanaust
Ánanaust Húsin tvö sem eru komin í sölu eru þau sem sjást hér fremst á myndinni. Dýrar lúxusíbúðir eru á efstu hæðunum, en minnstu íbúðirnar í húsunum eru um 50 fermetrar að stærð og kosta frá 49,5 milljónum.

Fyrstu íbúðirnar í nýjum fjölbýlishúsum á Héðinsreit, á mótum Mýrargötu og Ánanausta, eru nú boðnar til sölu. Um er að ræða tvö fjölbýlishús af sex húsum á reitnum sem byggð verða af fasteignaþróunarfélagi sem heitir Festir. Dýrasta íbúðin í þessum tveimur húsum er með þeim dýrustu sem sett hefur verið á markað á Íslandi, en uppsett verð fyrir hana eru 416 milljónir króna.

Fyrir 416 milljónir króna fæst 278 fermetra íbúð á 7. hæð með tveimur svefnherbergjum, fataherbergi, þvottahúsi, þremur baðherbergjum og þrennum svölum. Auk þess fylgja íbúðinni tvö bílastæði í bílakjallara og lyfta hússins gengur beint inn í íbúðina. Í sama húsi er önnur íbúð á sjöundu hæðinni verðlögð á 355 milljónir.

Sala húsanna fer af stað á morgun, en á sérstökum vef sem settur hefur verið upp til að kynna fasteignaþróunarverkefnið, sem gengur undir nafninu Vesturvin, má kynna sér eitt og annað um íbúðirnar sem boðnar eru til sölu; stærð, verð og fyrirhugað innra skipulag eignanna.

Kjartan Hallgeirsson fasteignasali hjá Eignamiðlun, annarri af tveimur fasteignasölum sem sjá um söluna á húsunum fyrir fasteignaþróunarfélagið, segir við Heimildina að söluvefurinn hafi verið mikið skoðaður undanfarna daga, en auk þess að setja vefinn í loftið hefur athygli verið vakin á verkefninu með auglýsingum í fjölmiðlum.

Hvort athyglin sem vefurinn hafi fengið skili sér svo í kauptilboðum er annað mál, en kemur væntanlega í ljós á næstu dögum.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum“
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali

Kjartan bendir á að enn sé langt í afhendingu húsanna sem nú eru til sölu, eins og öllum sem leggja leið sína framhjá byggingarreitnum má vera ljóst, en húsin tvö, sem eiga að standa næst hringtorginu sem tengir Ánanaust við verslunarhverfið á Grandanum eru rétt byrjuð að potast upp úr jörðinni. 

„Grunnvinnan tekur lengstan tíma,“ segir Kjartan. Stefnt er að því að hæðunum fjölgi ört á næstu misserum, en bæði húsin eiga að verða sjö hæða há og munu breyta ásýnd svæðisins mikið. Stefnt er að afhendingu íbúðanna um mitt sumar 2024.

Efsta hæðin í húsi V1 þegar sögð seld

Húsin sem eru komin í sölu hafa heitið V1 og V2 á vef Festis og dýrustu íbúðirnar á efstu hæðinni sem hér voru nefndar að ofan eru í húsi V2. Íbúðirnar á efstu hæðinni í húsi V1 eru hins vegar sagðar seldar nú þegar, en þær eru minni en íbúðirnar sem eru til sölu í húsi V2 á 355 og 416 milljónir króna.

LúxusíbúðHér má virða fyrir sér innra skipulag íbúðarinnar á efstu hæðinni í húsi V2 við Ánanaust. Ásett verð eru 416 milljónir króna.

Í samtali við Heimildina segir Kjartan að næstu hús á vegum Festis byggist upp á komandi árum og að uppbygging og sala íbúða á reitnum verði líklega um fimm ára verkefni. Hann væntir þess að spurn verði eftir nýjum íbúðum á þessum stað í vesturhluta borgarinnar.

Spurður út í dýrustu íbúðirnar og markaðinn fyrir þær sérstaklega segir Kjartan rétt að þetta sé með hæstu verðum sem sett hafi verið á íbúðir í fjölbýlishúsum á Íslandi, „ekkert langt frá þessum verðum sem voru í Austurhöfninni“, en þar seldist til dæmis ein 354 fermetra horníbúð með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn á 500 til 600 milljónir króna, samkvæmt því sem heimildir Morgunblaðsins hermdu undir lok árs 2021.

„Markaður fyrir dýrar íbúðir er alltaf eyland, lýtur sér lögmálum,“ segir Kjartan og nefnir að ekki séu margar íbúðir í húsunum tveimur sem falli í þennan flokk dýrra lúxusíbúða. „Það þarf ekki marga kaupendur að sex íbúðum,“ segir fasteignasalinn, en á söluvef húsanna má sjá að auk lúxusíbúðanna fjögurra á 7. hæðum húsanna tveggja eru sex íbúðir að auki sem kosta yfir 200 milljónir króna.

Í húsunum sex sem Festir hyggst reisa á reitnum verða í heild sinni 210 íbúðir og verður einn sameiginlegur bílakjallari fyrir þau hús undir reitnum, með alls 167 bílastæðum fyrir íbúa. Auk íbúðanna verða svo um 900 fermetrar af atvinnurými á jarðhæðum húsanna og segist fasteignaþróunarfélagið leggja „mikla áherslu á að í atvinnurýmum verði starfsemi sem er íbúðabyggðinni ekki til trafala vegna ónæðis“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Er það sem mér sýnist að þökin séu flöt? Það hefur ekki gefist vel hélendist. Það verður ekkert lát á útsynningnum.
    0
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    1% þjóðarinnar þarf að eiga kost á mannsæmandi íbúðarhúsnæði!!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár