Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum

Sátt­ar­ferli er haf­ið á milli fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Ís­lands­banka, vegna at­hug­un­ar fjár­mála­eft­ir­lits­ins á fram­kvæmd bank­ans á út­boði Banka­sýsl­unn­ar á bréf­um í bank­an­um sjálf­um, sem gaf til kynna að lög gætu hafa ver­ið brot­in.

Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Mynd: Íslandsbanki

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur að Íslandsbanki kunni að hafa brotið gegn lögum við framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta eignarhluta ríkisins í bankanum sjálfum, sem fram fór 22. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka, en þar segir frá því að bankinn hafi fengið í hendurnar svokallað frummat fjármálaeftirlitsins vegna athugunar þess á framkvæmd útboðsins.

Í enskri útgáfu tilkynningar bankans kemur fram að bankinn sjálfur hafi óskað eftir því að hefja sáttarferli við fjármálaeftirlitið, en þess er ekki sérstaklega getið í íslenskri útgáfu hennar.

Ekkert er nánar tilgreint í tilkynningu Íslandsbanka hvaða ákvæðum laga fjármálaeftirlitið telur að brotið hafi verið gegn, en fram kemur að sáttarferli sé hafið á milli Íslandsbanka og fjármáleftirlitsins, sem hefur heimildir til þess að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt.

Íslandsbanki segir að bankinn muni „á næstu vikum setja fram skýringar sínar og sjónarmið við frummati FME“ og að stjórnendur bankans taki frummat fjármáleftirlitsins „alvarlega“.

„Eins og áður hefur verið greint frá hefur bankinn þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum og mun halda slíkri vinnu áfram í sáttarferlinu,“ segir í tilkynningu bankans.

Þær reglur sem bankinn hefur breytt nú þegar varða verðbréfaviðskipti starfsmanna, en alls tóku átta starfsmenn bankans eða aðilar tengdir starfsmönnum þátt í útboðinu í mars í fyrra, en fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun bankans voru á meðal umsjónaraðila þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár