Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskur leikmaður veðjaði á eigið lið og hundruð annarra leikja

For­dæma­laust mál er kom­ið upp í ís­lensk­um fót­bolta. Knatt­spyrnu­mað­ur sem lék með Aft­ur­eld­ingu í fyrra veðj­aði á hundruð knatt­spyrnu­leikja á þriggja mán­aða tíma­bili síð­asta sum­ar í gegn­um veð­mála­síð­una Pinnacle, sam­kvæmt gögn­um sem veð­mála­vef­síð­an kom til KSÍ. Fimm leikj­anna voru hjá hans eig­in liði, en fjór­um leikj­anna tók leik­mað­ur­inn, Sig­urð­ur Gísli Bond Snorra­son, sjálf­ur þátt í.

Íslenskur leikmaður veðjaði á eigið lið og hundruð annarra leikja
Fótboltaveðmál Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði með Aftureldingu síðasta sumar. Mynd: Heimildin

Knattspyrnumaður sem lék með Aftureldingu í næstefstu deild Íslandsmóts karla í fyrra veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hérlendis síðasta sumar, í hinum ýmsu deildum og flokkum, þar á meðal fimm leiki hjá hans eigin liði. Fjórum þessara leikja tók leikmaðurinn, Sigurður Gísli Bond Snorrason, sjálfur þátt í.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ er með málið til meðferðar, í kjölfar þess að Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ vísaði því þangað 13. desember vegna meintra brota leikmannsins á lögum og reglugerðum KSÍ. Nefndin sendi samdægurs erindi á Sigurð Gísla, sem fékk frest til 20. desember til þess að bregðast við með skriflegri greinargerð, samkvæmt gögnum sem Heimildin hefur í sínum fórum.

Sigurður Gísli vildi ekki tjá sig um málið er Heimildin náði af honum tali.

Án fordæma hjá KSÍ

Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ fer fram með mál af þessu tagi gagnvart leikmanni, þó að nokkur umræða hafi á stundum skotið upp kollinum um að knattspyrnumenn á Íslandi taki þátt í veðmálum á íslenska knattspyrnu.

Reglur um þátttöku í veðmálastarfsemi eru þó nokkuð skýrar í lögum og reglugerðum KSÍ. Í reglugerð sambandsins um knattspyrnumót segir að þeim sem taki þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Því til viðbótar er öllum knattspyrnumönnum sem samningsbundnir eru íslenskum liðum samkvæmt staðalsamningi KSÍ, eins og Sigurður Gísli var, óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum.

Ljóst er af veðmálayfirliti sem veðmálafyrirtækið Pinnacle sendi til KSÍ að Sigurður Gísli, sem er fæddur árið 1995 og nú skráður í knattspyrnuliðið KFK eftir að hafa leikið 21 leik með Aftureldingu síðasta sumar, virðist hafa þverbrotið reglur sambandsins hvað þetta varðar.

Fór yfir ákveðinn „þröskuld“ hjá veðmálafyrirtækinu

Baksaga málsins er rakin í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar. Þar kemur fram að upp úr miðjum nóvember hafi starfsmaður heilindamála hjá Evrópska knattspyrnusambandinu UEFA haft samband við Ómar Smárason, sem er svokallaður heilindafulltrúi KSÍ auk þess að vera samskiptafulltrúi sambandsins, og óskað leyfis til að tengja fulltrúa veðmálafyrirtækisins Pinnacle við sambandið.

PinnacleVeðmálavefsíðan Pinnacle gerir starfsemi sína út frá eyjunni Curaçao, sem liggur undan ströndum Venesúela í Karíbahafi. Eyríkið er hluti hollenska konungsríkisins, en fékk sjálfstjórn árið 2010. Töluverð fjármálastarfsemi er í höfuðstaðnum Willemstad, en eyjan hefur löngum verið skilgreind sem skattaskjól. Pinnacle er einungis ein af ótalmörgum veðmálasíðum sem bjóða notendum sínum upp á að veðja á íslenskan fótbolta.

Veðmál Sigurðar Gísla höfðu þá komið fram við vöktun viðskiptavina hjá Pinnacle. Fulltrúi fyrirtækisins segir í samskiptum við fulltrúa KSÍ, sem fylgdu greinargerðinni til aganefndar, að aðgangur Sigurðar Gísla hafi verið tekinn til skoðunar af í kjölfar þess að knattspyrnumaðurinn fór yfir ákveðinn „þröskuld“ hjá veðmálasíðunni, sem getur m.a. verið vegna mikillar virkni eða hárra upphæða sem lagðar eru undir í gegnum aðganginn.

Heilindafulltrúi KSÍ staðfesti við fyrirtækið að Sigurður Gísli væri sannarlega virkur leikmaður í íslenska fótboltanum og í kjölfarið sendi Pinnacle skrifstofu KSÍ svo gögn um veðmál leikmannsins frá júlí og fram í september á síðasta ári, sem starfsmenn KSÍ fóru yfir. 

„Gögnin sem Pinnacle sendi KSÍ sýna hundruð veðmála þessa einstaklings á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna, í bikarkeppnum meistaraflokka karla og kvenna, og í 2. flokki. Mikill fjöldi veðmála er á leiki hjá ákveðnum félögum (Afturelding, ÍH, Augnablik, Dalvík/Reynir) en heilt yfir er nokkuð mikil dreifing og ekki hægt að koma auga á sérstakt mynstur annað en það sem er hér að framan. Þó er rétt að nefna 12 veðmál á stakan leik (Ísbjörninn – Hvíti riddarinn í 4. deild karla, tapað veðmál) og 10 veðmál á annan stakan leik (Dalvík/Reynir – Vængir Júpíters í 3. deild karla, unnið veðmál),“ segir í greinargerðinni frá Klöru Bjartmarz.

Veðjaði aldrei gegn eigin liði

Sérstaklega er fjallað um að á meðal leikjanna sem Sigurður Gísli veðjaði á hjá Pinnacle hafi verið fimm leikir hjá hans eigin liði, meistaraflokki karla hjá Aftureldingu, og að hann hafi sjálfur tekið þátt í fjórum þeirra.

AftureldingSigurður Gísli skrifaði undir samning við Aftureldingu fyrir síðasta sumar og spilaði alls 21 leik fyrir félagið í 1. deild karla og bikarkeppninni.

Í öll þau sem skipti sem Sigurður Gísli veðjaði á leiki Aftureldingar var hann að veðja á fleiri leiki í sama pakkaveðmáli, og lagði tiltölulega lágar upphæðir undir í hverju veðmáli. Stundum setti hann leiki Aftureldingar inn í fleiri en einn seðil, sem stundum unnust og stundum töpuðust.

Í eitt skiptið veðjaði Sigurður Gísli á að tiltekið mörg mörk yrðu skoruð í leikjum liðsins, t.d. að þrjú eða fleiri mörk yrði skoruð í leik gegn Fylki sem fram fór í Árbænum í byrjun september.

Oftast veðjaði hann þó á Afturelding hefði sigur, eða gegn Grindavík í júlí og gegn HK, Knattspyrnufélagi Vesturbæjar og Þrótti Vogum.

Veðmálaeftirlit UEFA fengið til að skoða leik gegn Fylki

Í greinargerð Klöru Bjartmarz segir að samkvæmt skýrslu virðist „ekki vera sérstakar vísbendingar um hagræðingu úrslita“, en einnig að KSÍ hafi þó óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um einn leikjanna sem Sigurður Gísli tók þátt í og veðjaði sjálfur á.

„Sá leikur fór fram 2. september 2022 í Lengjudeild karla og var á milli Aftureldingar og Fylkis. Leikmaðurinn byrjaði leikinn og var tekinn út af í hálfleik í stöðunni 0-2 fyrir Fylki, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður álits UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur veðmála í kringum leikinn metin eðlileg,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ í greinargerð sinni vegna málsins.

KlaraFramkvæmdastjóri KSÍ segist ekki geta tjáð sig um mál sem séu komin til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur ekki enn komið saman á nýju ári, en viðurlög við brotum gegn lögum KSÍ geta meðal annars falist í leikbanni eða banni frá allri þátttöku í knattspyrnu, auk þess sem hægt er að gera leikmönnum refsingu eftir reglugerð um aga- og úrskurðarmál eða öðrum reglugerðum KSÍ.

KSÍ tjái sig ekki um mál á borði aganefndar

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir í samtali við Heimildina að hún geti ekki tjáð sig efnislega um mál sem séu til meðferðar hjá aga- og úrskurðarnefnd sambandsins, sem sé sjálfstæð í sínum störfum.

Í samtali við blaðamann staðfestir hún þó að KSÍ hafi aldrei áður beint máli sem varði veðmál til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins á þeim grundvelli sem nú er gert.

Dæmi um margra mánaða leikbönn í Englandi

Veðmál knattspyrnumanna hafa verið talsvert í deiglunni í Englandi að undanförnu. Einn marksæknasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar, Ivan Toney leikmaður Brentford, var nýlega kærður fyrir að hafa brotið gegn reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál. 

Þær reglur eru í stuttu máli þannig að fótboltamenn mega ekki veðja á fótboltaleiki, hvorki í Englandi né utan landsins. Reglurnar er Toney sagður hafa brotið í alls 262 skipti á árunum 2017 til 2021. Óljóst er hvaða refsing bíður Toney af hálfu enska knattspyrnusambandsins, en almennt er reiknað með því að hans bíði leikbann.

Leikmenn í Englandi hafa sumir hverjir fengið leikbönn eða fésektir fyrir að hafa brotið veðmálareglur. Árið 2017 var miðjumaðurinn Joey Barton til dæmis dæmdur í 18 mánaða langt leikbann, sem síðar var reyndar stytt niður í 5 mánuði, eftir að í ljós kom að hann hafði veðjað alls 1.260 sinnum á fótboltaleiki á árunum 2006-2016.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár