Góðar samræður sem taka sinn tíma

The New Yor­ker valdi Rumble Strip besta hlað­varp­ið 2022.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

Besta hlaðvarp ársins 2022 var Rumble Strip að mati The New Yorker. Í rúman áratug hefur þáttastjórnandinn Erica Heilman rætt við fólk í nærumhverfi sínu í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Viðmælendur hennar eru alls konar fólk, veiðimenn og krakkar svo dæmi séu tekin, og sögurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Yfirskrift þáttanna er góðar samræður sem taka sinn tíma. Þáttastjórnandinn kynnist því hvernig viðmælendur hennar lifa lífinu og hvaða merkingu þeir hafa gefið því. Sem dæmi fer hún að veiða með manni og ræðir um leið við hann um hvernig það er að eldast og verða ástfanginn af ókunnugum. Í öðrum þætti situr hún í dádýrabúðum þar sem hún ræðir við mann um veiðar, einmanaleika og hvað eigi að gera næst. Hún tileinkar einn þáttinn barnæskunni og þessum stað sem við getum ekki lengur heimsótt. Í annan stað rekur hún sögu ungs manns sem fyrirfór sér í Walden, Vermont, hver hann var og hvað hann skildi eftir sig. Annar viðmælandi hennar fékk ansi sérstaka bón frá besta vini sínum sem greindist með krabbamein, að aðstoða hann við að deyja. Þátturinn fjallar um vináttu þeirra og síðustu mánuði, vikur og daga fyrir andlátið. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt að á bak við þær er einlægur áhugi á lífinu, fólki og því hvað skiptir máli.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár