Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

The New Yor­ker valdi Rumble Strip besta hlað­varp­ið 2022.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

Besta hlaðvarp ársins 2022 var Rumble Strip að mati The New Yorker. Í rúman áratug hefur þáttastjórnandinn Erica Heilman rætt við fólk í nærumhverfi sínu í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Viðmælendur hennar eru alls konar fólk, veiðimenn og krakkar svo dæmi séu tekin, og sögurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Yfirskrift þáttanna er góðar samræður sem taka sinn tíma. Þáttastjórnandinn kynnist því hvernig viðmælendur hennar lifa lífinu og hvaða merkingu þeir hafa gefið því. Sem dæmi fer hún að veiða með manni og ræðir um leið við hann um hvernig það er að eldast og verða ástfanginn af ókunnugum. Í öðrum þætti situr hún í dádýrabúðum þar sem hún ræðir við mann um veiðar, einmanaleika og hvað eigi að gera næst. Hún tileinkar einn þáttinn barnæskunni og þessum stað sem við getum ekki lengur heimsótt. Í annan stað rekur hún sögu ungs manns sem fyrirfór sér í Walden, Vermont, hver hann var og hvað hann skildi eftir sig. Annar viðmælandi hennar fékk ansi sérstaka bón frá besta vini sínum sem greindist með krabbamein, að aðstoða hann við að deyja. Þátturinn fjallar um vináttu þeirra og síðustu mánuði, vikur og daga fyrir andlátið. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt að á bak við þær er einlægur áhugi á lífinu, fólki og því hvað skiptir máli.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu