Besta hlaðvarp ársins 2022 var Rumble Strip að mati The New Yorker. Í rúman áratug hefur þáttastjórnandinn Erica Heilman rætt við fólk í nærumhverfi sínu í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Viðmælendur hennar eru alls konar fólk, veiðimenn og krakkar svo dæmi séu tekin, og sögurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Yfirskrift þáttanna er góðar samræður sem taka sinn tíma. Þáttastjórnandinn kynnist því hvernig viðmælendur hennar lifa lífinu og hvaða merkingu þeir hafa gefið því. Sem dæmi fer hún að veiða með manni og ræðir um leið við hann um hvernig það er að eldast og verða ástfanginn af ókunnugum. Í öðrum þætti situr hún í dádýrabúðum þar sem hún ræðir við mann um veiðar, einmanaleika og hvað eigi að gera næst. Hún tileinkar einn þáttinn barnæskunni og þessum stað sem við getum ekki lengur heimsótt. Í annan stað rekur hún sögu ungs manns sem fyrirfór sér í Walden, Vermont, hver hann var og hvað hann skildi eftir sig. Annar viðmælandi hennar fékk ansi sérstaka bón frá besta vini sínum sem greindist með krabbamein, að aðstoða hann við að deyja. Þátturinn fjallar um vináttu þeirra og síðustu mánuði, vikur og daga fyrir andlátið. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt að á bak við þær er einlægur áhugi á lífinu, fólki og því hvað skiptir máli.
The New Yorker valdi Rumble Strip besta hlaðvarpið 2022.

Mest lesið

1
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
Á uppvaxtarárunum í suðurríkjum Bandaríkjanna voru ríkar kröfur gerðar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þegar hún fann loks frelsið til þess að vera hún sjálf blómstraði hún, í hamingjusömu hjónabandi, heimavinnandi húsmóðir, sem naut þess að sinna syni sínum. „Ég gat lifað og verið frjáls. Það var frábært á meðan það entist.“

2
Sif Sigmarsdóttir
Af frændhygli lítilla spámanna
Trump vildi einfaldlega vera sá sem réði því hvað mátti segja og hvað mátti ekki segja. Hann drýgir nú sömu syndir og hann sakaði „woke“-riddara um að fremja.

3
Gunnar Karlsson
Spottið 11. apríl 2025
.

4
„Fullkomlega ónothæft hugtak“
Karen Kjartansdóttir almannatengill segir hugtakið „vók“ aldrei hafa virkað á Íslandi. „Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni,“ segir hún.

5
Sendu skip til Grænlands
Hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku, sendi bandaríska strandgæslan skip til Grænlands. Um borð voru James K. Penfield, nýútnefndur ræðismaður, og fulltrúi Rauða krossins. Síðar það sama ár hreyfði varautanríkisráðherra Bandaríkjanna hugmyndinni um bandarískar herstöðvar í landinu. Áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi er sem sé ekki nýr af nálinni.

6
Tvær ríkisstofnanir tókust á um upplýsingar
Verðlagsstofa skiptaverðs fær ekki aðgang að gögnum í vörslu Skattsins vegna athugunar á uppgjöri makrílvertíðar síðasta árs. Skatturinn neitar að afhenda öll þau gögn sem stofnunin telur sig þurfa. Um er að ræða tvær stofnanir sem heyra undir sitthvort ráðuneytið.
Mest lesið í vikunni

1
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.

2
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
Kona sem er á flótta frá Bandaríkjunum með son sinn sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fyrir Útlendingastofnun lýsti hún því hvernig hatur hafi farið vaxandi þar í landi gagnvart konum eins og henni – trans konum – samhliða aðgerðum stjórnvalda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orðið fyrir aðkasti og ógnunum. „Með hverjum deginum varð þetta verra og óhugnanlega.“

3
Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Krummi Smári Ingiríðarson hefur alltaf vitað að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. áratugnum og gekk í gegnum þung áföll. „En hér er ég í dag. Hamingjusamur.“

4
Hvorki fugl né flugvél
Hvernig á leikhús að geta fjárfest í ögrandi og listrænum sýningum þegar meirihluti rekstrarfjárins verður að koma frá miðasölunni? Þetta er Laddi er enn önnur leiksýningin í Borgarleikhúsinu sem á að hala inn í kassann á baki nostalgíunnar.

5
Indriði Þorláksson
Veiðigjöldin og landsbyggðin
Engin vitræn rök eru fyrir því að hækkun veiðigjaldsins leiði til þessara hamfara, skrifar Indriði Þorláksson um málflutning Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna fyrirhugaðrar breytingar á útreikningi veiðigjalda. „Að sumu leyti minnir þessi púkablísturherferð á ástandið vestanhafs þar sem falsupplýsingum er dreift til að kæfa vitræna umræðu,“ skrifar hann.

6
Jovana Pavlović
Um wokeisma og tómhyggju
Wokeismi í nútímasamfélagi kapítalismans er orðinn neysluvara á markaði. Ætlum við að deyja fyrir hugmyndafræðina eða ætlum við sem samfélag að líta inn á við og hlusta? spyr Jovana Pavlović mannfræðingur.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn !“
Níu einstaklingar telja sig hafa orðið fyrir barðinu á sama eltihrellinum, 37 ára gamalli konu sem er búsett í Reykjanesbæ.

2
Breytt fæði breytti líðaninni
Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Pétur Harðarson ákváðu í vetur að gera breytingar á mataræði sínu en þau áttu bæði við kvilla að stríða eins og háan blóðþrýsting, svefnvanda, voru of þung og fleira mætti telja. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

3
Beðið eftir að Íris undirriti nálgunarbann
Íris Helga Jónatansdóttir hefur verið boðið að gangast undir nálgunarbann gagnvart einum manni. Vinur hennar var handtekinn grunaður um að hafa tekið þátt í umsáturseinelti. Gögn benda til þess að hann hafi verið blekktur.

4
Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
Einkarekni leikskólinn Sælukot, sem hefur fengið milljarð króna í opinber framlög síðasta áratug, hefur hagnast vel og nýtt peningana til að kaupa fasteignir fyrir stjórnarformanninn. Stjórnendur leikskólans segja markmiðið vera að ávaxta rekstrarafgang, en fyrrverandi starfsmenn og foreldrar nemenda kvarta undan langvarandi skorti. Skólanum var nýlega lokað tímabundið vegna óþrifnaðar og meindýra.

5
Endurreisn eitraðrar karlmennsku
„Mannhvelið“ og uppgangur hægri öfgastefnu ganga hönd í hönd og breyta heiminum í gegnum einn dreng í einu.

6
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.
Athugasemdir