Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

The New Yor­ker valdi Rumble Strip besta hlað­varp­ið 2022.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

Besta hlaðvarp ársins 2022 var Rumble Strip að mati The New Yorker. Í rúman áratug hefur þáttastjórnandinn Erica Heilman rætt við fólk í nærumhverfi sínu í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Viðmælendur hennar eru alls konar fólk, veiðimenn og krakkar svo dæmi séu tekin, og sögurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Yfirskrift þáttanna er góðar samræður sem taka sinn tíma. Þáttastjórnandinn kynnist því hvernig viðmælendur hennar lifa lífinu og hvaða merkingu þeir hafa gefið því. Sem dæmi fer hún að veiða með manni og ræðir um leið við hann um hvernig það er að eldast og verða ástfanginn af ókunnugum. Í öðrum þætti situr hún í dádýrabúðum þar sem hún ræðir við mann um veiðar, einmanaleika og hvað eigi að gera næst. Hún tileinkar einn þáttinn barnæskunni og þessum stað sem við getum ekki lengur heimsótt. Í annan stað rekur hún sögu ungs manns sem fyrirfór sér í Walden, Vermont, hver hann var og hvað hann skildi eftir sig. Annar viðmælandi hennar fékk ansi sérstaka bón frá besta vini sínum sem greindist með krabbamein, að aðstoða hann við að deyja. Þátturinn fjallar um vináttu þeirra og síðustu mánuði, vikur og daga fyrir andlátið. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt að á bak við þær er einlægur áhugi á lífinu, fólki og því hvað skiptir máli.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár