Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

The New Yor­ker valdi Rumble Strip besta hlað­varp­ið 2022.

Góðar samræður sem taka sinn tíma

Besta hlaðvarp ársins 2022 var Rumble Strip að mati The New Yorker. Í rúman áratug hefur þáttastjórnandinn Erica Heilman rætt við fólk í nærumhverfi sínu í Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Viðmælendur hennar eru alls konar fólk, veiðimenn og krakkar svo dæmi séu tekin, og sögurnar jafn misjafnar og þær eru margar. Yfirskrift þáttanna er góðar samræður sem taka sinn tíma. Þáttastjórnandinn kynnist því hvernig viðmælendur hennar lifa lífinu og hvaða merkingu þeir hafa gefið því. Sem dæmi fer hún að veiða með manni og ræðir um leið við hann um hvernig það er að eldast og verða ástfanginn af ókunnugum. Í öðrum þætti situr hún í dádýrabúðum þar sem hún ræðir við mann um veiðar, einmanaleika og hvað eigi að gera næst. Hún tileinkar einn þáttinn barnæskunni og þessum stað sem við getum ekki lengur heimsótt. Í annan stað rekur hún sögu ungs manns sem fyrirfór sér í Walden, Vermont, hver hann var og hvað hann skildi eftir sig. Annar viðmælandi hennar fékk ansi sérstaka bón frá besta vini sínum sem greindist með krabbamein, að aðstoða hann við að deyja. Þátturinn fjallar um vináttu þeirra og síðustu mánuði, vikur og daga fyrir andlátið. Allar þessar sögur eiga það sameiginlegt að á bak við þær er einlægur áhugi á lífinu, fólki og því hvað skiptir máli.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár