Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

998. spurningaþraut: Hvaða blaði hefur Gunnar Smári ekki stýrt?

998. spurningaþraut: Hvaða blaði hefur Gunnar Smári ekki stýrt?

Fyrri aukaspurning:

Þessi pótintáti lét af embætti 1870. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir forseti fulltrúadeildarinnar í bandaríska þinginu?

2.  Hvaða áfangi varð í sögu Alþingis 1991? A) Guðrún Helgadóttir varð fyrsta konan í sæti forseta þingsins. B) Í fyrsta sinn náðu sex flokkar kjöri til þings (fyrir utan þingmenn í sérframboðum).  C) Mótmæli voru við þingsetningu í fyrsta sinn.  D) Efri og deild þingsins lagðar niður og síðan fundað eingöngu í einni deild.  E) Sú síðasta af þeim stofnunum sem allt frá vígslu hússins höfðu haft aðsetur þar var flutt burt, bréfasafn Þjóðskjalasafnsins.

3.  Gunnar Smári Egilsson hefur verið ritstjóri fjölda blaða og tímarita. En hvaða blaði hefur hann EKKI stýrt? DV — Eintaki — Fjölni — Fréttablaðinu — Fréttatímanum — Heimsmynd — Pressunni 

4.  Þann 7. janúar síðastliðinn hlaut kennari í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum lífshættulega áverka eftir að hafa verið skotinn vísvitandi. Athygli vakti aldur skotmannsins. Hvað var skotmaðurinn gamall eða gömul? 

5.  Við hvaða manneskju er Virginíu-ríki kennt?

6.  Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru meðal helstu afrekskvenna íslenskra í ... hverju?

7.  Hvar í Hvalfirði hafa hjónin Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen komið upp ferðaþjónustu ýmislegri?

8.  Peter Phillips heitir 45 ára gamall kaupsýslumaður á Bretlandi. Systir hans ber nú heitið Zara Tindall og er 41 árs. Hún er hestamaður mikill. Hvert er tilkall þeirra systkina til frægðar? Svarið þarf að vera nákvæmt.

9.  Í hvaða landi í Evrópu er borgin Groningen.

10.  Hver er þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fjórar konur eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  McCarthy.

2.  D.

3.  DV.

4.  Sex ára.

5.  Elísabetu Englandsdrottningu.

6.  Handbolta.

7.  Hvammsvík.

8.  Þau eru börn Önnu prinsessu, systur Karls Bretakóngs.

9.   Hollandi.

10.  Alfreð Gíslason.

***

Svör við aukaspurningum:

Pótintátinn er Napóleon III Frakkakeisari.

Konurnar fjórar eru stjörnurnar úr þáttaröðinni Sex in the City.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár