Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

997. spurningaþraut: Hvaða vopn stilltu nasistar sig um að nota?

997. spurningaþraut: Hvaða vopn stilltu nasistar sig um að nota?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er af leikkonu við Þjóðleikhúsið. Hvað heitir hún?

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af fyrstu aukaspurningu, þá fer leikkonan á myndinni um þessar mundir með hlutverk í leikriti eftir þýskan höfund sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Hvað heitir leikritið?

2.  Hver gaf út laust fyrir jólin bók um Landsdómsmálið svokallaða?

3.  Bókin snerist um að höfundur taldi dóm Landsdóms yfir ... hverjum ... vera rangan?

4.  Hvaða geysivinsæli samfélagsmiðill hóf göngu sína um nafninu A.me?

5.  Á hvaða dögum veitir forseti Íslands jafnan fálkaorðuna?

6.  Hvaða Norðurlandaþjóð á nú flesta virka stórmeistara í skák á stigalista FIDE?

7.  Hvaða íslenski jökull var í eina tíð stundum nefndur Klofajökull?

8.  Hvar starfar Mitch McConnell — nákvæmlega?

9.  Í síðari heimsstyrjöld framleiddu þýskir nasistar mikið magn vopna af ákveðinni gerð. Þau voru notuð í miklum mæli gegn óbreyttum borgurum en hins vegar afar sjaldan á vígvellinum gegn herjum óvinanna. Ástæðan fyrir því er talin sú að Hitler og félagar hafi óttast að ef þeir notuðu vopnin, þá myndu Bandamenn, sem áttu enn meiri birgðir af vopnunum, svara í sömu mynt. Hvaða vopn voru þetta?

10.  Hún fæddist í London í júní 2000 og hóf feril sinn með því að troða upp á götum úti. Um mitt ár 2020 gaf hún út lagið Go en það vakti litla athygli til að byrja með. Eftir mikla sókn söngkonunnar á samfélagsmiðlum á síðasta ári varð Go hins vegar eitt vinsælasta lag 2021 og söngkonunni ungu eru nú allir vegir færir. Hvað heitir hún?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þarna með mömmu sinni? Og fyrir lárviðarstig: Hvað hét mamman?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ellen B.

2.  Hannes Hólmsteinn.

3.  Geir Haarde.

4.  Tiktok.

5.  Á nýársdag og 17. júní.

6.  Svíar.

7.  Vatnajökull.

8.  Í öldungadeild Bandaríkjaþings.

9.  Eiturgas.

10.  Cat Burns. Hér má sjá og heyra hana syngja lagið Go (smellið þó þarna standi Video Unavailable): 

***

Svör aukaspurningum:

Leikkonan heitir Ebba Katrín.

Karlinn með mömmu sinni er Hannes Hafstein. Hún hét aftur á móti Kristjana Havstein. Kristjana dugar.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár