Ég heiti Alma Mjöll Ólafsdóttir, er 31 árs og skilgreini mig sem konu. En það að vera kona sem fæddist í kvenkyns líkama hefur líka skilgreint mig. Ég skilgreini mig líka sem móður en það að vera móðir hefur líka skilgreint mig. Að vera kona og móðir hefur kannski skilgreint mig meira, en ég skilgreini mig sjálf sem slíka.
Mín skilgreining á þessum tveimur hugtökum hefur haft minna vægi á mitt líf en hvernig samfélagið skilgreinir þessi tvö hugtök og mig í leiðinni. Ég hef haft minna um mig að segja en ég hefði viljað. Ég vil hafa meira um mig að segja og eftirfarandi umfjöllun er tilraun til þess. Greinin fjallar um fæðingarþunglyndi, upplifun mína af því og upplifun annarra kvenna, en mér finnst ekki hægt að skrifa um fæðingarþunglyndi án þess að skrifa jafnframt um hvernig það er að vera kona og móðir, hvað það þýðir, hver hefur …
Athugasemdir