Fyrri aukaspurning:
Hvaða fogl má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Narodnaja heitir hæsti tindur ákveðins fjallgarðs, 1.894 metra hár. Hvaða fjallgarður er það?
2. Hvaða íslenski forsætisráðherra boðaði blaðamannafund til að tilkynna nýjar mælingar á hæsta tindi Íslands, Hvannadalshnjúk?
3. Hverjar voru niðurstöður mælinganna miðað við fyrri tölur? Hvannadalshnjúkur 1) lækkaði um 100 metra, 2) lækkaði um 50 metra, 3) lækkaði um 10 metra, 4) stóð í stað, 5) hækkaði um 10 metra, 6) hækkaði um 50 metra, 7) hækkaði um 100 metra.
4. Hver gleymdi poka?
5. Í hvaða íþrótt er keppt um Davis-bikarinn?
6. Hver var fyrsta konan sem varð forseti Alþingis?
7. Hver skoraði þrennu í úrslitaleik HM karla í desember?
8. Karlmaður nokkur ber hvorki meira né minna en fjögur skírnarnöfn — Henry Charles Albert David — en er kunnastur sem ... ?
9. Hvaða ákvörðun kynnti yfirstjórn Fréttablaðsins 2. janúar 2023?
10. Aðeins einn markvörður í fótbolta hefur unnið hinn svokallaða gullbolta sem besti fótboltamaður Evrópu og síðar heimsins. Hver er hann?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi stjórnmálakona?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Úralfjöll í Rússlandi.
2. Halldór Ásgrímsson.
3. Lækkaði um 10 metra.
4. Saga Garðarsdóttir.
5. Tennis.
6. Guðrún Helgadóttir.
7. Mbappé.
8. Harry prins.
9. Að hætt yrði að dreifa blaðinu í íbúðarhúsnæði.
10. Jasín — þetta var árið 1963.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er súla.
Á neðri myndinni er Indira Gandhi.
Athugasemdir (1)