Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Bændasamtökin segja kaup á bújörðum sambærileg við kaup ungs fólks á íbúðum

Bænda­sam­tök Ís­lands vilja að heim­ilt verði að nýta sér­eign­ar­sparn­að til kaupa á bújörð­um enda sé fólk með því að „eign­ast húsa­skjól fyr­ir sig og fjöl­skyldu sína“. Staða ungs fólks sem vilji hefja bú­skap sé „í mörgu sam­bæri­leg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð.“

Bændasamtökin segja kaup á bújörðum sambærileg við kaup ungs fólks á íbúðum
Jákvæð áhrif á fæðuöryggið Bændasamtök Íslands telja að með nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á bújörðum verði byggt undir búskap í landinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bændasamtök Íslands vilja að heimilt verði að nýta séreignarsparnað til kaupa á bújörðum, rétt eins og til kaupa á fyrstu íbúð. Í rökstuðningi samtakanna þar að lútandi segir að „staða þess unga fólks sem vill hefja búskap er í mörgu sambærileg við stöðu ungs fólks vegna kaupa á fyrstu íbúð“.

Samtökin setja þessa röksemdafærslu fram í umsögn sinni um drög að reglugerð um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Þeirri reglugerð er ætlað að koma í stað gildandi reglugerðar um ráðstöfun séreignarsparnaðar vegna slíkra kaupa. Sú reglugerð er sett með stoðum í lögum um stuðning við fyrstu íbúðar kaupendur sem tóku gildi árið 2017.

Í reglugerðardrögunum er skilgreint að með íbúð sé átt við fasteign sem skráð er íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sömuleiðis er þar tilgreint að heimild til nýtingar nái til kaupa á íbúðarhúsnæði eða nýbyggingar þess, en nái „ekki til kaupa á lóð“ auk annars sem tilgreint er.

Í umsögn Bændasamtakanna er því sem fyrr segir haldið fram að staða ungs fólks sem vilji hefja búskap sé um margt sambærileg stöðu fólk sem er að koma þaki yfir höfuð sér. Er það rökstutt með þeim hætti að í báðum tilvikum sá um að ræða aðgerðir fólks „til að eignast húsaskjól fyrir sig og fjölskyldu sína.“

Bændasamtökin rekja að staða þeirra sem hefja vilji búskap hafi verið erfið þar sem kröfur hafi verið um hátt eiginfjárhlutfall við kaup á bújörðum. Því sé þörf á að stjórnvöld gæti þess að ívilnandi aðgerðir nýtist öllum sambærilegum hópum „á grundvelli sjónarmiða um jafnræði“. Auk þess ættu aðgerðir af þessu tagi að samræmast byggða- og atvinnustefnu um allt land og þá væri, ef tekið yrði tillit til athugasemda Bændasamtakanna, byggt undir að búskap yrði viðhaldið með jákvæðum áhrifum á fæðuöryggi þjóðarinnar, eins og segir í umsögninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
5
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár