Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ár í Úkraínu

Ljós­mynd­ar­inn Ósk­ar Hall­gríms­son býr ásamt eig­in­konu sinni í Úkraínu. Hann hef­ur und­an­far­ið ár þurft að dvelja lang­dvöl­um í vari und­an sprengjuregni en milli þess far­ið um og skrá­sett inn­rás Rússa, sam­stöðu heima­manna og bar­áttu við inn­rás­ar­her­inn og af­leið­ing­ar hrotta­legra stríðs­glæpa. Það var að morgni 24. fe­brú­ar sem Rúss­ar hófu og skap­aði mesta flótta­manna­straum frá seinni heimstyrj­öld­inni.

Þremur dögum eftir innrásinaMariika, konan mín, inni á baðherberginu okkar, sem við breyttum í sprengjuskýli, að spila tölvuleik til að dreifa huganum frá sprengjudrunum í nágrenninu.
Alelda hús í Bakhmut eftir stórskotaliðsárásHarðir bardagar geisa enn um borgina og aðstæður þar líkjast einna helst leikmynd kvikmyndar um fyrri heimsstyrjöldina.
Hrakin á flóttaÁ lestarstöðinni í Kyiv í byrjun stríðsins þar sem fólk flúði yfir til vesturhluta Úkraínu, eða yfir landamærin í átt til Evrópu. Talið er að um 4 milljónir hafi flúið land og haldi nú til í Evrópu. Svipurinn á Alexu litlu segir allt sem segja þarf.
Molotov discoLyuba stillir sér upp með heimagerða mólótovkoteila í framleiðslustöð sem sett var upp í yfirgefnum teknóklúbbi. Í byrjun stríðsins var almenningur hvattur til að framleiða heimagerðar sprengjur handa heimavarnarliðinu.
Stund milli stríðaBjörgunarmaður tekur sér augnabliks hvíld …
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár