
Þremur dögum eftir innrásinaMariika, konan mín, inni á baðherberginu okkar, sem við breyttum í sprengjuskýli, að spila tölvuleik til að dreifa huganum frá sprengjudrunum í nágrenninu.
Mynd: Óskar Hallgrímsson

Alelda hús í Bakhmut eftir stórskotaliðsárásHarðir bardagar geisa enn um borgina og aðstæður þar líkjast einna helst leikmynd kvikmyndar um fyrri heimsstyrjöldina.
Mynd: Óskar Hallgrímsson

Hrakin á flóttaÁ lestarstöðinni í Kyiv í byrjun stríðsins þar sem fólk flúði yfir til vesturhluta Úkraínu, eða yfir landamærin í átt til Evrópu. Talið er að um 4 milljónir hafi flúið land og haldi nú til í Evrópu. Svipurinn á Alexu litlu segir allt sem segja þarf.
Mynd: Óskar Hallgrímsson

Molotov discoLyuba stillir sér upp með heimagerða mólótovkoteila í framleiðslustöð sem sett var upp í yfirgefnum teknóklúbbi. Í byrjun stríðsins var almenningur hvattur til að framleiða heimagerðar sprengjur handa heimavarnarliðinu.
Mynd: Óskar Hallgrímsson

Stund milli stríðaBjörgunarmaður tekur sér augnabliks hvíld …
Athugasemdir