Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fasteignakaup og blóðugur fótboltaleikur

Ef þið elsk­ið fót­bolta, les­ið þessa bók. Ef þið hat­ið fót­bolta, les­ið þessa bók. Ef þið haf­ið keypt eða selt íbúð, les­ið þessa bók. Ef þið haf­ið leigt íbúð á ómann­eskju­leg­um leigu­mark­aði með alls kon­ar dul­ar­full­um með­leigj­end­um, les­ið þessa bók.

Fasteignakaup og blóðugur fótboltaleikur
Bók

Gegn gangi leiks­ins

- ljóðskáld deyr
Höfundur Bragi Ólafsson
Bjartur
157 blaðsíður
Gefðu umsögn

Einu sinni bjó ég á Laufásvegi í nokkur ár. Það gerði Bragi Ólafsson líka. Það gerði ljóðskáldið Svanur Bergmundsson sömuleiðis. Þið sjáið hann á forsíðu bókarinnar. Svanurinn kappklæddi. Þetta er alvöru svanur, þótt einu sinni hafi hann verið í mannslíkama. Hann er vopnaður bjór og fótbolta, með Fjallarefstösku á öxlinni og skrítna derhúfu á hausnum. Hausnum sem er fótbolti. Þetta er svanur sem hefur drepið mann, ljóðskáld sem drap mann og hætti að drekka á Litla-Hrauni.

Framan af fjallar þessi bók samt aðallega um fasteignaviðskipti. Hjörtur og Droplaug eru að skoða íbúð systur Svans, íbúðina sem hann býr í núna. Þau vilja kaupa, Svanur vill ekki að íbúðin seljist, því þá á hann hvergi heima.

Við þekkjum þetta flest. Þau okkar sem höfum ekki keypt fasteign höfum leigt húsnæði dýrum dómum eða fengið að gista í húsnæði góðviljaðra ættingja. Við höfum hins vegar fæst upplifað jafn litríkt og léttgeggjað persónugallerí …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár