Einu sinni bjó ég á Laufásvegi í nokkur ár. Það gerði Bragi Ólafsson líka. Það gerði ljóðskáldið Svanur Bergmundsson sömuleiðis. Þið sjáið hann á forsíðu bókarinnar. Svanurinn kappklæddi. Þetta er alvöru svanur, þótt einu sinni hafi hann verið í mannslíkama. Hann er vopnaður bjór og fótbolta, með Fjallarefstösku á öxlinni og skrítna derhúfu á hausnum. Hausnum sem er fótbolti. Þetta er svanur sem hefur drepið mann, ljóðskáld sem drap mann og hætti að drekka á Litla-Hrauni.
Framan af fjallar þessi bók samt aðallega um fasteignaviðskipti. Hjörtur og Droplaug eru að skoða íbúð systur Svans, íbúðina sem hann býr í núna. Þau vilja kaupa, Svanur vill ekki að íbúðin seljist, því þá á hann hvergi heima.
Við þekkjum þetta flest. Þau okkar sem höfum ekki keypt fasteign höfum leigt húsnæði dýrum dómum eða fengið að gista í húsnæði góðviljaðra ættingja. Við höfum hins vegar fæst upplifað jafn litríkt og léttgeggjað persónugallerí …
Athugasemdir