Ég hef sáralitla reynslu af vímuefnum sem eru sterkari en áfengi. Mér finnst bjór góður en hef engan áhuga á að sprauta eitri í æð eða sjúga kók í nös. Þá drekk ég frekar saklausu útgáfuna af kóki á meðan ég nota kreditkortið til að kaupa flugmiða, ekki til þess að skipta hvítum línum í næsta partíi.
En ég sá Dýragarðsbörnin þegar ég var lítill, ég á vini sem hafa tekið miklu sterkari efni en ég – og þess vegna þykist ég geta fullyrt að sá heimur reykvískra dýragarðsbarna sem birtist í smásagnasafni Berglindar Óskar er sannur. Sannur á þann hátt sem einungis góður skáldskapur getur verið. Og hér heldur alvöru skáld á penna – skáldkona sem finnur ljóðrænu í því ljótasta og hversdagslegasta í mannlífinu, verstu niðurtúrum og sundlauginni á Tene, á misheppnuðu Tinder-deiti og hjá miðaldra konu í útivistargalla.
Ég skynja endurtekninguna, ég skynja að þótt endurtekningin geti …
Athugasemdir