Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Ás­geir H. Ing­ólfs­son heim­sótti prent­bæ­inn Leck, þar sem flest­ar ís­lensk­ar bæk­ur eru prent­að­ar fyr­ir jól­in.

Prentsmiðjubærinn og hvalveiðarnar

Hvar verða íslenskar bækur til? Í 101 Reykjavík? Á Vestfjörðum? Eða í smáþorpi sem þið hafið aldrei heyrt um, þar sem krakkarnir hanga á bensínstöðinni og foreldrarnir vinna flestir í bókabransanum?

„Venjulega fer fólk héðan – en það koma flestir aftur. Ég er fæddur hér, fór til Berlínar en kom svo aftur. Margir hafa unnið hérna í áratugi,“ segir Olaf Klindt mér, en hann er starfsmaður CPI prentsmiðjunnar í Leck, þar sem flestar íslenskar bækur eru prentaðar fyrir þessi jól.

Leck er 7.000 manna bær í Norður-Fríslandi í Þýskalandi, rétt við dönsku landamærin, og þar er prentsmiðjan stærsti vinnuveitandinn, með um 500 starfsmenn. „Eftir stríðið var allt í rúst. Þá var frægur útgefandi í Hamborg að leita sér að góðri prentvél og sú næsta sem hann fann var hérna í Leck. Svo stækkaði þetta bara.“

Unga fólkið fer til Hamborgar, Kiel eða Flensborgar til að skemmta sér og þar búa einnig margir starfsmenn. Þetta svæði, rétt við dönsku landamærin, er mekka þýska handboltans og ófáir íslenskir handboltamenn hafa spilað þar, ekki langt frá staðnum þar sem jólagjafir bókelskra íslenskra handboltamanna eru prentaðar. Og það er fleira líkt með Leck og Íslandi.

„Hér eru meira og minna allir skyldir. Sem er stundum gott og stundum skrítið,“ segir Olaf og bendir mér líka á að á nálægum eyjum hafi lengi verið stundaðar hvalveiðar – og að í Leck sé svokallað Fiskhús, enda hafi þetta verið hafnarbær sem tók við víkingaskipum á sínum tíma, þótt nú sé bærinn langt inni í landi, svo mjög hafi landslag breyst á svæðinu síðasta árþúsundið.

„Svo er hér sérstakur slóði, Der Oxenveg, sem liggur frá Skandinavíu til Suður-Þýskalands, og hér var mikið markaðstorg fyrir nautgripi og sauðfé,“ segir Olaf mér og ég sé strax fyrir mér tenginguna frá kálfskinnshandritum í prentgripi nútímans.

Þetta er sannarlega alþjóðleg prentsmiðja, sem prentar fyrir Ástralíu, Kanada, Víetnam og ótal lönd fleiri. En hvernig er leiðin til Íslands fyrir blessaðar bækurnar? „Þetta eru um tvær vikur í framleiðslu og ein vika að ferma bækurnar til Íslands. Aðalmálið er að ná Norrænu – ef þú nærð henni ekki þarftu að bíða í viku í viðbót,“ segir Olaf mér að lokum og ég vil ekki trufla hann lengur svo jólagjöfin mín komist nú örugglega tímanlega í ferjuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár