„Ef ég hefði bara vitað þetta þegar ég samþykkti, ég hefði frekar búið á götunni sko. Heldur en að ganga í gegnum þetta.“ Þetta segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir um það sem hún lýsir sem afleiðingum þess að hún þáði lán frá vinnuveitanda sínum, lán fyrir útborgun í íbúð.
Vinnuveitandi Katrínar Lóu var Helgi Vilhjálmsson, Helgi í Góu, en hún vann á þessum tíma í sjoppu sem hann á, Skalla á Selfossi, í sama húsnæði og KFC sem Helgi er einnig eigandi að. Það sem Katrín Lóa lýsir hér að framan, það sem var svo slæmt að hún hefði heldur viljað búa á götunni, er að eftir hennar frásögn hóf Helgi að áreita hana kynferðislega eftir að hún hafði þegið umrætt lán. Í yfirlýsingu sem Helgi sendi Stundinni biður hann Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
Athugasemdir (3)