Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4

Í bréfi sem María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4, sendi fjár­laga­nefnd Al­þing­is fer hún rangt með stað­reynd­ir um skil­yrði fyr­ir styrkj­um sem veitt­ir eru einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Hún lýs­ir eig­end­um stöðv­ar­inn­ar sem „engla­fjár­fest­um“ og seg­ir stöð­ina reiða sig á kost­an­ir sveit­ar­fé­laga. María Björk fer fram á 100 millj­óna styrk úr rík­is­sjóði, ell­egar fari N4 í þrot.

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4
Englar María kallar eigendur stöðvarinnar „englafjárfesta“ en stærsti eigandinn er KEA. Mynd: Davíð Þór

Í bréfi sem María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, skrifaði fjárlaganefnd 1. desember síðastliðinn fer hún rangt með staðreyndir sem hún dregur fram sem rök fyrir því að veita fyrirtækinu sínu 100 milljóna króna styrk úr ríkissjóði. Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti beiðnina og lagði hann til í breytingartillögu við fjárlagafrumvarp næsta árs. Bréfið var ekki birt í tengslum við fjárlagavinnuna og því um sannkallað leynibréf að ræða. Kjarninn fjallaði um efni bréfsins í morgun en Stundin birtir það hér

María leggur til í bréfinu að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og starfsmenn stöðvarinnar færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem stofnuð verði á grunni N4. Síðan eigi að bjóða öllum „litlu fréttamiðlunum sem berjast fyrir lífi sínu“ að sameinast nýrri sjónvarpsstöð, sem María kallar TV2, að danskri fyrirmynd. Bréfið sendi hún frá Kaupmannahöfn. 30 prósent útvarpsgjaldsins á svo að renna til þessarar nýju sjónvarpsstöðvar. 

Í bréfinu rekur María af hverju …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Toppar þessi gjörningur ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins nokkuð annað ?

    Hvernig er dagurinn í flokksherberginu hjá VG liðum ?
    3
  • Þór Saari skrifaði
    Fjárfestar á Akureyri eru englar. Ja hérna hér. Mér hefur stundum fundist Akureyringar skrítnir, en þetta toppar nú allt.
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Samherji vill semsagt sölsa þetta undir sig lika og Alþingi samþykkir það.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár