Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4

Í bréfi sem María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4, sendi fjár­laga­nefnd Al­þing­is fer hún rangt með stað­reynd­ir um skil­yrði fyr­ir styrkj­um sem veitt­ir eru einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Hún lýs­ir eig­end­um stöðv­ar­inn­ar sem „engla­fjár­fest­um“ og seg­ir stöð­ina reiða sig á kost­an­ir sveit­ar­fé­laga. María Björk fer fram á 100 millj­óna styrk úr rík­is­sjóði, ell­egar fari N4 í þrot.

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4
Englar María kallar eigendur stöðvarinnar „englafjárfesta“ en stærsti eigandinn er KEA. Mynd: Davíð Þór

Í bréfi sem María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, skrifaði fjárlaganefnd 1. desember síðastliðinn fer hún rangt með staðreyndir sem hún dregur fram sem rök fyrir því að veita fyrirtækinu sínu 100 milljóna króna styrk úr ríkissjóði. Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti beiðnina og lagði hann til í breytingartillögu við fjárlagafrumvarp næsta árs. Bréfið var ekki birt í tengslum við fjárlagavinnuna og því um sannkallað leynibréf að ræða. Kjarninn fjallaði um efni bréfsins í morgun en Stundin birtir það hér

María leggur til í bréfinu að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og starfsmenn stöðvarinnar færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem stofnuð verði á grunni N4. Síðan eigi að bjóða öllum „litlu fréttamiðlunum sem berjast fyrir lífi sínu“ að sameinast nýrri sjónvarpsstöð, sem María kallar TV2, að danskri fyrirmynd. Bréfið sendi hún frá Kaupmannahöfn. 30 prósent útvarpsgjaldsins á svo að renna til þessarar nýju sjónvarpsstöðvar. 

Í bréfinu rekur María af hverju …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Toppar þessi gjörningur ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins nokkuð annað ?

    Hvernig er dagurinn í flokksherberginu hjá VG liðum ?
    3
  • Þór Saari skrifaði
    Fjárfestar á Akureyri eru englar. Ja hérna hér. Mér hefur stundum fundist Akureyringar skrítnir, en þetta toppar nú allt.
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Samherji vill semsagt sölsa þetta undir sig lika og Alþingi samþykkir það.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár