Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4

Í bréfi sem María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4, sendi fjár­laga­nefnd Al­þing­is fer hún rangt með stað­reynd­ir um skil­yrði fyr­ir styrkj­um sem veitt­ir eru einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Hún lýs­ir eig­end­um stöðv­ar­inn­ar sem „engla­fjár­fest­um“ og seg­ir stöð­ina reiða sig á kost­an­ir sveit­ar­fé­laga. María Björk fer fram á 100 millj­óna styrk úr rík­is­sjóði, ell­egar fari N4 í þrot.

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4
Englar María kallar eigendur stöðvarinnar „englafjárfesta“ en stærsti eigandinn er KEA. Mynd: Davíð Þór

Í bréfi sem María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, skrifaði fjárlaganefnd 1. desember síðastliðinn fer hún rangt með staðreyndir sem hún dregur fram sem rök fyrir því að veita fyrirtækinu sínu 100 milljóna króna styrk úr ríkissjóði. Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti beiðnina og lagði hann til í breytingartillögu við fjárlagafrumvarp næsta árs. Bréfið var ekki birt í tengslum við fjárlagavinnuna og því um sannkallað leynibréf að ræða. Kjarninn fjallaði um efni bréfsins í morgun en Stundin birtir það hér

María leggur til í bréfinu að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og starfsmenn stöðvarinnar færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem stofnuð verði á grunni N4. Síðan eigi að bjóða öllum „litlu fréttamiðlunum sem berjast fyrir lífi sínu“ að sameinast nýrri sjónvarpsstöð, sem María kallar TV2, að danskri fyrirmynd. Bréfið sendi hún frá Kaupmannahöfn. 30 prósent útvarpsgjaldsins á svo að renna til þessarar nýju sjónvarpsstöðvar. 

Í bréfinu rekur María af hverju …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Toppar þessi gjörningur ríkisstjórnar VG liða í boði sjálfstæðisflokksins nokkuð annað ?

    Hvernig er dagurinn í flokksherberginu hjá VG liðum ?
    3
  • Þór Saari skrifaði
    Fjárfestar á Akureyri eru englar. Ja hérna hér. Mér hefur stundum fundist Akureyringar skrítnir, en þetta toppar nú allt.
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Samherji vill semsagt sölsa þetta undir sig lika og Alþingi samþykkir það.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár