Ættleiðingar á börnum frá Sri Lanka til Íslands voru stöðvaðar í lok mars árið 1986 eftir að hjón sem höfðu ættleidd barn þar létu dómsmálaráðuneytið vita að pappírar sem fylgdu barninu væru hugsanlega falsaðir. Þá höfðu á níunda tug barna þegar verið ættleidd til Íslands frá Sri Lanka. Undanfarin sex ár hefur verið að koma í ljós að umfangsmikil sala á börnum átti sér stað á þessum tíma í Sri Lanka. Erlendir fræðimenn og blaðamenn hafa rannsakað málið og komist að því að um var að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Fyrirtæki Hollendingsins Dammas Hordijk, sem var tengiliður Íslands í ættleiðingarmálum á Sri Lanka, er sagt hafa tekið þátt í mansali á börnum og verið í viðskiptasambandi við konu sem sögð var standa fyrir umfangsmiklu barnamansali.
Málið komst í hámæli hér á landi eftir að umfjöllun um fölsuð ættleiðingargögn barna sem ættleidd höfðu verið frá Sri Lanka til Íslands, …
Athugasemdir