Þetta er skoðun á sjálfum mér sem kennara og um leið er ég að rannsaka myndasöguformið og húmor; hvernig það nýtist okkur til að læra, skilja og afla okkar þekkingar, segir hinn þjóðkunni teiknari, Halldór Baldursson, sem nýverið gaf út bókina Hvað nú? – myndasaga um menntun. Bókin er meistaraverkefni hans úr listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. En Halldór er yfirkennari teiknideildarinnar í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Við munum með mismunandi skilningarvitum, heldur hann áfram. Við rígfestum okkur við ritmálið og í ritmálinu er oft verið að tala um mikilvægi myndmálsins í löngu máli, en við virðumst ekki nýta okkur það í reynd. Meira bara talað um það. Þessi bók tekur bókstafinn bókstaflega og leyfir myndmálinu að taka yfir. Til að sjá hvernig það virkar. Við venjumst því í æsku að nota myndabækur mikið. Af einhverjum ástæðum þykir okkur svolítið ófínt að nota myndir fyrir fullorðið fólk, segir hann og bendir …
Athugasemdir