Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.

Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
Fólk þarf að njóta einhvers félagslegs auðs Inga segir ekki nóg að fólk hafi bara „fæði, klæði og húsnæði“ til að það geti lifað með sæmd. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fólk sem óskar eftir aðstoð vegna bágrar félagslegrar stöðu, fjárhagsörðugleika eða óvæntra áfalla ætti ekki að þurfa að sitja undir ákúrum frá samfélaginu þrátt fyrir að verið sé að biðja um aðstoð vegna einhvers sem ekki myndi teljast nauðþurftir. Fólk sem óskar eftir aðstoð á samfélagsmiðlum til að kaupa draumagjöf fyrir barnið sitt, til að mynda síma eða tölvu, eða fólk sem óskar eftir fjárhagsaðstoð til að kljúfa dýralæknakostnað vegna veikinda gæludýra sinna á ekki skilið hneykslan, hæðnislegar athugasemdir eða skammir.

„Með mína reynslu að baki horfi ég aðdáunaraugum á þetta,“ segir Ingibjörg Sædís um fólk sem, þrátt fyrir að það viti að það muni líklega fá yfir sig holskeflu gagnrýni, óskar eftir aðstoð ókunnugra til að geta veitt börnunum sínum meira en bara það allra nauðsynlegasta, svo dæmi séu tekin. Inga, eins og hún er alla jafnan kölluð, ólst upp við mikla fátækt sem barn og segist því mjög …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Frábært viðtal. Takk Inga fyrir að vekja máls á þessari hlið.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár