Aftan á kápunni segir að Brotin sé harðsoðin, hörkuspennandi glæpasaga úr Reykjavík samtímans. Bleksvartur húmor og ógleymanlegar persónur. „Sögusviðið endurspeglar örar samfélagsbreytingar síðustu ára með síaukinni stéttskiptingu, fjölgun innflytjenda og auknum umsvifum erlendra glæpagengja.“ Enginn sem les þetta og opnar bókina verður svikinn af lestrinum. Þó ég geti reyndar ómögulega lofað því að persónurnar séu ógleymanlegar, þá eru þær vissulega vel dregnar, ferskar og umfram allt skemmtilegar, sem nýliðar í okkar sístækkandi skálduðu rannsóknarlögregludeild.
Bókin hefst á útkalli Elliða og Dóru í einbýlishús „sem virkaði eins og villa úr franskri spennumynd. Hefði frekar átt að standa innan um pálmatré eða við Miðjarðarhafið.“ Þar lendir Dóra í hörmulegu slysi sem gerir hana hálfpartinn að Sögu Norén úr dönsku sjónvarpsþáttunum Brúnni. Samstundis hverfum við nokkur ár fram í tímann og hún hefur glatað ákveðnum félagslegum hömlum, er vandræðaleg í umgengni og hefur verið falin bakvið skrifborð síðan slysið átti sér stað. Hún …
Athugasemdir