Sýn á samtíma okkar

Þetta er alls ekki full­kom­in glæpa­saga. Lík­lega hefði mátt sjóða að­eins harð­ar, skera smá fitu af hér og þar, sem virð­ist raun­ar hafa ver­ið bætt við sums stað­ar og virk­ar eins og tófú hafi ver­ið smurt á lamba­læri, en bók­in er raun­veru­lega fynd­in, sem er ekki al­gengt í ís­lensk­um glæpa­sög­um, og þar að auki mjög spenn­andi, skrif­ar Arn­ór Ingi Hjart­ar­son um bók Jóns Atla Jónas­son­ar, Brot­in.

Sýn á samtíma okkar
Bók

Brot­in

Höfundur Jón Atli Jónasson
Forlagið - JPV útgáfa
328 blaðsíður
Gefðu umsögn

Aftan á kápunni segir að Brotin sé harðsoðin, hörkuspennandi glæpasaga úr Reykjavík samtímans. Bleksvartur húmor og ógleymanlegar persónur. „Sögusviðið endurspeglar örar samfélagsbreytingar síðustu ára með síaukinni stéttskiptingu, fjölgun innflytjenda og auknum umsvifum erlendra glæpagengja.“ Enginn sem les þetta og opnar bókina verður svikinn af lestrinum. Þó ég geti reyndar ómögulega lofað því að persónurnar séu ógleymanlegar, þá eru þær vissulega vel dregnar, ferskar og umfram allt skemmtilegar, sem nýliðar í okkar sístækkandi skálduðu rannsóknarlögregludeild.

Bókin hefst á útkalli Elliða og Dóru í einbýlishús „sem virkaði eins og villa úr franskri spennumynd. Hefði frekar átt að standa innan um pálmatré eða við Miðjarðarhafið.“ Þar lendir Dóra í hörmulegu slysi sem gerir hana hálfpartinn að Sögu Norén úr dönsku sjónvarpsþáttunum Brúnni. Samstundis hverfum við nokkur ár fram í tímann og hún hefur glatað ákveðnum félagslegum hömlum, er vandræðaleg í umgengni og hefur verið falin bakvið skrifborð síðan slysið átti sér stað. Hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár