Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu

Flest­ir treysta Ásmundi Ein­ari Daða­syni af ráð­herr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sam­kvæmt nýrri könn­un, sem er líka sá ráð­herra sem fæst­ir vantreysta. Traust til Lilju Al­freðs­dótt­ur hríð­fell­ur og mun fleiri vantreysta henni nú en í apríl.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu
Flestir treysta Ásmundi Ásmundur Einar nýtur mests trausts landsmanna miðað við skoðanakönnun Maskínu. Þá vantreysta áberandi fæstir honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flestir landsmenn treysta Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálráðherra, af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis bera fæstir vantraust í hans garð. Minnst traust bera landsmenn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar rannsóknafyrirtækisins Maskínu á trausti til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnuninni ber Ásmundur Einar höfuð og herðar yfir samráðherra sína. Er það einkum vegna þess hversu fáir vantreysta Ásmundi en aðeins 26,4 prósent aðspurðra bera lítið traust til hans á meðan að 46,3 prósent bera mikið traust til Ásmundar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sá ráðherra sem nýtur næstmests trausts en 43,2 prósent aðspurðra bera mikið traust til hennar. Hins vegar segjast 37 prósent þátttakenda bera lítið traust til forsætisráðherrans. Fjórum ráðherrum vantreystir almenningur síður en Katrínu, en ráðherrarnir eru tólf talsins.

Í næstu sætum yfir þá ráðherra sem mest traust er borið til eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, í þessari röð. Þau eru sömuleiðis í sætum tvö til fjögur yfir þá ráðherra sem landsmenn bera minnst vantraust til.

Þó Bjarni Benediktsson sé sá ráðherra sem flestir vantreysta, alls 61,5 prósent aðspurðra, er hann þó ekki neðstur á listanum yfir þá ráðherra sem fólk ber mikið traust til. Alls segjast 23,2 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunin bera mikið traust til Bjarna. Fæstir bera hins vegar mikið traust til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, eða 18,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku. Þá sögðust 50,5 prósent bera lítið traust til Lilju, sem setur hana í þriðja sæti yfir þá ráðherra sem fólk vantreysta helst, á eftir Bjarna og Jóni Gunnarssyni.

Traust vex á öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Nokkrar breytingar hafa orðið á trausti til ráðherra miðað við síðustu mælingu Maskínu sem var framkvæmd í apríl síðastliðnum. Ber þá helst að nefna að þeir sem svara því til að þeir beri mikið traust til Lilju voru þá 33 prósent en eru tæp 19 prósent nú, sem fyrr segir. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur líka misst traust fólks en í apríl sögðu 31 prósent aðspurðra að þeir bæru til hennar mikið traust. Það hlutfall er 22 prósent nú.

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aukið við sig hlutfall þeirra sem treysta þeim vel á meðan að traustið hefur dalað í garð ráðherra Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fimm prósentustigum fleiri segjast nú treysta Bjarna Benediktssyni vel, sem dæmi, og níu prósentustigum fleiri bera nú mikið traust til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, heldur en í apríl síðastliðnum.

Þegar horft er á muninn á þeim sem svara því til að þeir beri lítið traust til ráðherra milli kannanna tveggja má sjá að þeim fækkar um níu prósentustig sem bera lítið traust til Bjarna og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Áslaugar Örnu. Hins vegar fjölgar þeim um 16 prósentustig sem bera lítið traust til Lilju, um tíu prósentustig sem bera lítið traust til Svandísar og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Ásmundar Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár