Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjúkratryggingar upp á Prógramm komin en reyna að verða sjálfstæð

Um­fangs­mik­il út­vist­un á rekstri og þró­un mik­il­vægra hug­bún­að­ar­kerfa Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur und­an­far­in ár sætt gagn­rýni þeirra sem skoð­að hafa mál­ið. Unn­ið hef­ur ver­ið að því síð­an 2018 að vinda of­an af þess­um við­skipt­um.

Sjúkratryggingar upp á Prógramm komin en reyna að verða sjálfstæð
Staðið fyrir breytingum María Heimisdóttir, tók við sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands árið 2018, og hefur staðið fyrir talsverðum breytingum innan stofnunarinnar. Sumar hafa fallið í grýttan jarðveg, þó sérstaklega á meðal viðsemjenda stofnunarinnar. Hún lét af störfum nýverið. Mynd: Sjúkratryggingar Íslands

Markvisst hefur verið unnið að því að vinda ofan af viðskiptasambandi Sjúkratrygginga Íslands við hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm á undanförnum árum. Meira en ein af hverjum tíu krónum í rekstri Sjúkratrygginga Íslands hefur verið greidd hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir rekstur og þróun ýmissa kerfa fyrir stofnunina.

Gerðar voru athugasemdir við viðskipti Sjúkratrygginga við Prógramm í neikvæðri úttekt sem Capacent gerði að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á stöðu upplýsingamála stofnunarinnar í nóvember árið 2018. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú að með því að treysta að nær öllu leyti á Prógramm væru Sjúkratryggingar mjög háð fyrirtækinu um flesta vinnslu auk þess sem öryggi væri ógnað. Aldrei hafi farið fram formlegt útboð á þjónustunni. 

Kostnaður Sjúkratrygginga af upplýsingatæknimálum er umfram meðaltal annarra stofnana, eða um 15 prósent af rekstri á meðan annars staðar væri kostnaðurinn að jafnaði 7 prósent. Af þessum upplýsingatæknikostnaði enda langflestar krónur hjá Prógrammi. Árin 2017 og 2018 borguðu Sjúkratryggingar 180 milljónir króna til …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Steingrimsson skrifaði
    Eru þessi tölvu" hneiksli" Sjúkratrgginga kannski tengd samslags málum hjá Embætti landlæknis sem voru lengi vel til rannsóknar er virðist hafa fengið þöggun vegna Covid.
    Spurning sem sumir velta upp er hvort ofsavelgengni og margföld hækkun hlutabréfa eins tölvufyrirtækis og stórar útgreiðlsur hagnaðar séu tengd tengd þessari óreiðu embætta á heilbrigðissviði. Peningar sem annars væru betur komnir í bættri aðstöðu sjúklinga/ spítala ?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár