Markvisst hefur verið unnið að því að vinda ofan af viðskiptasambandi Sjúkratrygginga Íslands við hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm á undanförnum árum. Meira en ein af hverjum tíu krónum í rekstri Sjúkratrygginga Íslands hefur verið greidd hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir rekstur og þróun ýmissa kerfa fyrir stofnunina.
Gerðar voru athugasemdir við viðskipti Sjúkratrygginga við Prógramm í neikvæðri úttekt sem Capacent gerði að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á stöðu upplýsingamála stofnunarinnar í nóvember árið 2018. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú að með því að treysta að nær öllu leyti á Prógramm væru Sjúkratryggingar mjög háð fyrirtækinu um flesta vinnslu auk þess sem öryggi væri ógnað. Aldrei hafi farið fram formlegt útboð á þjónustunni.
Kostnaður Sjúkratrygginga af upplýsingatæknimálum er umfram meðaltal annarra stofnana, eða um 15 prósent af rekstri á meðan annars staðar væri kostnaðurinn að jafnaði 7 prósent. Af þessum upplýsingatæknikostnaði enda langflestar krónur hjá Prógrammi. Árin 2017 og 2018 borguðu Sjúkratryggingar 180 milljónir króna til …
Spurning sem sumir velta upp er hvort ofsavelgengni og margföld hækkun hlutabréfa eins tölvufyrirtækis og stórar útgreiðlsur hagnaðar séu tengd tengd þessari óreiðu embætta á heilbrigðissviði. Peningar sem annars væru betur komnir í bættri aðstöðu sjúklinga/ spítala ?