Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjúkratryggingar upp á Prógramm komin en reyna að verða sjálfstæð

Um­fangs­mik­il út­vist­un á rekstri og þró­un mik­il­vægra hug­bún­að­ar­kerfa Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur und­an­far­in ár sætt gagn­rýni þeirra sem skoð­að hafa mál­ið. Unn­ið hef­ur ver­ið að því síð­an 2018 að vinda of­an af þess­um við­skipt­um.

Sjúkratryggingar upp á Prógramm komin en reyna að verða sjálfstæð
Staðið fyrir breytingum María Heimisdóttir, tók við sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands árið 2018, og hefur staðið fyrir talsverðum breytingum innan stofnunarinnar. Sumar hafa fallið í grýttan jarðveg, þó sérstaklega á meðal viðsemjenda stofnunarinnar. Hún lét af störfum nýverið. Mynd: Sjúkratryggingar Íslands

Markvisst hefur verið unnið að því að vinda ofan af viðskiptasambandi Sjúkratrygginga Íslands við hugbúnaðarfyrirtækið Prógramm á undanförnum árum. Meira en ein af hverjum tíu krónum í rekstri Sjúkratrygginga Íslands hefur verið greidd hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir rekstur og þróun ýmissa kerfa fyrir stofnunina.

Gerðar voru athugasemdir við viðskipti Sjúkratrygginga við Prógramm í neikvæðri úttekt sem Capacent gerði að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á stöðu upplýsingamála stofnunarinnar í nóvember árið 2018. Niðurstaða þeirrar úttektar var sú að með því að treysta að nær öllu leyti á Prógramm væru Sjúkratryggingar mjög háð fyrirtækinu um flesta vinnslu auk þess sem öryggi væri ógnað. Aldrei hafi farið fram formlegt útboð á þjónustunni. 

Kostnaður Sjúkratrygginga af upplýsingatæknimálum er umfram meðaltal annarra stofnana, eða um 15 prósent af rekstri á meðan annars staðar væri kostnaðurinn að jafnaði 7 prósent. Af þessum upplýsingatæknikostnaði enda langflestar krónur hjá Prógrammi. Árin 2017 og 2018 borguðu Sjúkratryggingar 180 milljónir króna til …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Steingrimsson skrifaði
    Eru þessi tölvu" hneiksli" Sjúkratrgginga kannski tengd samslags málum hjá Embætti landlæknis sem voru lengi vel til rannsóknar er virðist hafa fengið þöggun vegna Covid.
    Spurning sem sumir velta upp er hvort ofsavelgengni og margföld hækkun hlutabréfa eins tölvufyrirtækis og stórar útgreiðlsur hagnaðar séu tengd tengd þessari óreiðu embætta á heilbrigðissviði. Peningar sem annars væru betur komnir í bættri aðstöðu sjúklinga/ spítala ?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár