„Ég trúi mjög ákaft á framtíð bókarinnar,“ segir Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgefandi hjá Forlaginu, og með bókinni á hún við prentað bókverk; blað og blek, bók sem er hægt að snerta, lykta af, bók sem er hægt að eignast, eiga og lifa með og sem lifir man af. En hvað fær man til þess að vilja eiga slíkt verk um aldur og ævi, flytja það með sér á milli búslóða og kynslóða?
„Ég held að bækur geti breytt okkur og með því að breyta okkur geti þær breytt heiminum. Bækur sem við tengjum við, sem hafa opnað einhverjar dyr fyrir okkur eða hjálpað okkur á erfiðum tíma eða glatt okkur, þær eru hluti af persónulegri sögu hvers og eins – og þess vegna viljum við hafa þær nálægt okkur. Maður samsamar sig textanum. Þessar hugmyndir og sögur, þær verða hluti af manni sjálfum.“
Rafbækur og hljóðbækur hins vegar eru ekki …
Athugasemdir