Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eru bækur að breytast?

Nú hlust­ar fólk í aukn­um mæli á bæk­ur. En gæti það haft í för með sér að gildi prent­grips­ins verði mik­il­væg­ara ef bók er á ann­að borð prent­uð? Að hún þurfi að vera grip­ur í sjálfu sér, eins kon­ar bók­verk? Reynd­ar er ver­ið að gefa út bæk­ur sem gætu tal­ist bók­verk – kom í ljós þeg­ar rætt var við nokkra út­gef­end­ur.

Eru bækur að breytast?

„Ég trúi mjög ákaft á framtíð bókarinnar,“ segir Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgefandi hjá Forlaginu, og með bókinni á hún við prentað bókverk; blað og blek, bók sem er hægt að snerta, lykta af, bók sem er hægt að eignast, eiga og lifa með og sem lifir man af. En hvað fær man til þess að vilja eiga slíkt verk um aldur og ævi, flytja það með sér á milli búslóða og kynslóða?

„Ég held að bækur geti breytt okkur og með því að breyta okkur geti þær breytt heiminum. Bækur sem við tengjum við, sem hafa opnað einhverjar dyr fyrir okkur eða hjálpað okkur á erfiðum tíma eða glatt okkur, þær eru hluti af persónulegri sögu hvers og eins – og þess vegna viljum við hafa þær nálægt okkur. Maður samsamar sig textanum. Þessar hugmyndir og sögur, þær verða hluti af manni sjálfum.“

Rafbækur og hljóðbækur hins vegar eru ekki …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár