Fjöldi úkraínskra ríkisborgara sem eru skráðir með búsetu hér á landi jókst nífalt á síðustu ellefu mánuðum. Alls voru 2.114 manns frá Úkraínu skráðir með búsetu hér á landi í byrjun nóvember mánaðar og hafði þeim fjölgað um 1.875 frá því í desember á síðasta ári. Alls eru úkraínskir ríkisborgarar nú 3,3 prósent allra erlendra ríkisborgara sem skráðir eru með búsetu hér á landi.
Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands, sem sýna að erlendum ríkisborgurum búsettum á Íslandi hefur fjölgað talsvert meira en íslenskum ríkisborgurum á sama tíma. Alls voru 63.757 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi í byrjun þessa mánaðar og hafði þeim fjölgað um 8.780 frá 1. desember 2021, um 16 prósent. Á sama tíma hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 1.443.
Pólverjar sex prósent landsmanna
Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi eru Pólverjar; ríflega 23 þúsund talsins. Pólskir ríkisborgarar eru nú 6 …
Athugasemdir