Á örfáum vikum troða gagnrýnendur marvaðann að fjalla um jólabókaflóðið. Alltof mikið kemur út – kveina gamalreyndir krítikerar.
Í Bókatíðindum þetta árið eru 682 skráningar á prentuðum bókum – af ýmsum toga. Þó er ekki gerður greinarmunur á frumútgáfum og endurútgáfum. Þar eru heldur ekki talin með verk sem gefin eru út sem hljóðbók eða á rafrænu formi.
Eðli málsins samkvæmt ná fjölmargar bækur því aldrei að fá umfjöllun. Þó má segja að vægi ritdómara sé ekki eins afgerandi og áður; nú er tíðin sú að bækur geta lifnað við á samfélagsmiðlum og jafnvel lifað af slælega umfjöllun í fjölmiðlum ef raddir anarkísins á miðlunum hampa þeim, bæði bókavefir og einstaklingar með stöðufærslur. Kynningar útgefenda hafa að einhverju leyti tekið mið af þessu, bæði eru bækur auglýstar töluvert á samfélagsmiðlum og umsagnir einstaklinga úti í bæ notaðar til að auglýsa þær. Öllu þarf að tjalda til, eigi bók að lifa …
Athugasemdir