Nú um mundir eru um níu mánuðir síðan allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst. Líklega hefðu fæstir spáð því þá að úkraínsk stjórnvöld væru enn við völd í Kænugarði, hvað þá að þau væru að sækja fram gegn Rússum, nú þegar árið er að líða undir lok. Enn sem komið er reynist erfitt að sjá hvernig þessu muni linna, enda er framtíðin óráðin jafnt í lok árs sem við upphaf þess. Og þó er hægt að teikna upp fjóra kosti sem helst virðast koma til greina.
1
Úkraínumenn sigra
Frá því gagnsóknin hófst í lok ágúst hafa Úkraínumenn varla stigið feilspor. Lengi var talað um sókn í suðri sem Rússar hljóta að hafa hlerað og vígbúist þar. Þegar sóknin svo hófst beindist hún hins vegar í austur þar sem Rússar voru óviðbúnir og misstu gríðarlegt magn hergagna. Sagt hefur verið að Úkraínumenn hafi þarna komist yfir meiri hergögn frá Rússum en …
Athugasemdir