Drónaeftirlit Fiskistofu beinist fyrst og fremst að brottkasti smábátaflotans og slysasleppingum úr sjókvíaeldi. Togaraflotinn, sem skilar margfalt meiru á land, hvort sem talið er í tonnum eða krónum, er nær alveg laus við drónaeftirlitið. Það sem af er ári hefur yfir 150 sinnum verið flogið yfir smábáta en aldrei yfir togara.
Þetta má lesa út úr tölum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál, lagði fram á Alþingi, í svörum við fyrirspurn samflokkskonu sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, um drónaeftirlitið.
„Þetta er svo langt frá því að þetta séu eðlileg vinnubrögð,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sem hefur kvartað yfir þessu vinnulagi áður. Honum þykja tölurnar sýna að stór hluti fiskveiðieftirlits á Íslandi snúist um að eltast við trillukarla á litlum bátum yfir sumartímann; ótrúlegt hafi verið þegar í ljós kom í þessum tölum að engin eftirlitsferð hafi verið farin yfir togara það sem af er ári.
Af öllum …
Athugasemdir (1)