Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí

Eft­ir­lit Fiski­stofu með brott­kasti og ólög­leg­um veið­um bein­ist fyrst og fremst að smá­bát­um. Tog­ara­flot­inn hef­ur al­veg slopp­ið við dróna­eft­ir­lit á þessu ári. Gef­ur ranga mynd, að sögn tals­manns smá­báta­sjó­manna. Brott­kast mun meira en áð­ur var tal­ið.

Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí
Undir vökulu rafauga Smábátar eru oftar undir eftirlit flygilda en fiskveiðiskip, samkvæmt upplýsingum sem sjávarútvegsráðherra birti á þingi í skriflegu svari við fyrirspurn flokkssystur sinnar. Mynd: Shutterstock

Drónaeftirlit Fiskistofu beinist fyrst og fremst að brottkasti smábátaflotans og slysasleppingum úr sjókvíaeldi. Togaraflotinn, sem skilar margfalt meiru á land, hvort sem talið er í tonnum eða krónum, er nær alveg laus við drónaeftirlitið. Það sem af er ári hefur yfir 150 sinnum verið flogið yfir smábáta en aldrei yfir togara.

Þetta má lesa út úr tölum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál, lagði fram á Alþingi, í svörum við fyrirspurn samflokkskonu sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, um drónaeftirlitið.

„Þetta er svo langt frá því að þetta séu eðlileg vinnubrögð,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sem hefur kvartað yfir þessu vinnulagi áður. Honum þykja tölurnar sýna að stór hluti fiskveiðieftirlits á Íslandi snúist um að eltast við trillukarla á litlum bátum yfir sumartímann; ótrúlegt hafi verið þegar í ljós kom í þessum tölum að engin eftirlitsferð hafi verið farin yfir togara það sem af er ári.

Af öllum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þetta gefur auga leið, þeir sem greiða hæstu múturnar SLEPPA, án eftirlits.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár