Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí

Eft­ir­lit Fiski­stofu með brott­kasti og ólög­leg­um veið­um bein­ist fyrst og fremst að smá­bát­um. Tog­ara­flot­inn hef­ur al­veg slopp­ið við dróna­eft­ir­lit á þessu ári. Gef­ur ranga mynd, að sögn tals­manns smá­báta­sjó­manna. Brott­kast mun meira en áð­ur var tal­ið.

Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí
Undir vökulu rafauga Smábátar eru oftar undir eftirlit flygilda en fiskveiðiskip, samkvæmt upplýsingum sem sjávarútvegsráðherra birti á þingi í skriflegu svari við fyrirspurn flokkssystur sinnar. Mynd: Shutterstock

Drónaeftirlit Fiskistofu beinist fyrst og fremst að brottkasti smábátaflotans og slysasleppingum úr sjókvíaeldi. Togaraflotinn, sem skilar margfalt meiru á land, hvort sem talið er í tonnum eða krónum, er nær alveg laus við drónaeftirlitið. Það sem af er ári hefur yfir 150 sinnum verið flogið yfir smábáta en aldrei yfir togara.

Þetta má lesa út úr tölum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál, lagði fram á Alþingi, í svörum við fyrirspurn samflokkskonu sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, um drónaeftirlitið.

„Þetta er svo langt frá því að þetta séu eðlileg vinnubrögð,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sem hefur kvartað yfir þessu vinnulagi áður. Honum þykja tölurnar sýna að stór hluti fiskveiðieftirlits á Íslandi snúist um að eltast við trillukarla á litlum bátum yfir sumartímann; ótrúlegt hafi verið þegar í ljós kom í þessum tölum að engin eftirlitsferð hafi verið farin yfir togara það sem af er ári.

Af öllum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þetta gefur auga leið, þeir sem greiða hæstu múturnar SLEPPA, án eftirlits.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár