Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við flest í einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í Ís­lands­banka. Ekki virð­ist hafa ver­ið ástæða til að gefa 4,1 pró­senta af­slátt af mark­aðsvirði bank­ans og vís­bend­ing­ar eru um að til­boð er­lends að­ila hafi þar ráð­ið mestu.

Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka

Fátt í söluferli ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka er hafið yfir gagnrýni. Ríkisendurskoðun segist ekki hafa gert tæmandi rannsókn á einkavæðingunni en gagnrýnir þó allt frá fyrirkomulagi sölunnar til upplýsingagjafar til Alþingis og almennings. Sjálf frumforsendan, fullyrðingar um að söluverðið hafi verið gott og byggt á mati á eftirspurn, er verulega málum blandið.

Standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar, markmið og viðmið voru á reiki, hugtakanotkun og upplýsingagjöf voru ekki til þess fallin að gefa skýra mynd af tilhögun ferlisins og Bankasýslan var afar háð utanaðkomandi ráðgjöf og þekkingu. Þetta eru meðal meginniðurstaðna Ríkisendurskoðunar um einkavæðinguna, samkvæmt skýrslu sem stofnunin skilaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær, sunnudag, og Stundin hefur afrit af. „Eins og tilboðsfyrirkomulagið var afmarkað og útfært gat það ekki tryggt fullt jafnræði þeirra fjárfesta sem því var beint að,“ segir í skýrslunni.

Ríkisendurskoðun gerir líka athugasemdir við þær kröfur sem gerðar voru …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    "Það er ekkert skrýtið við það að ég seldi föður mínum hlut í ríkisbanka með afslætti."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár