„Álfur er fimleikastrákur úr Kópavogi; góður vinur, frábær sonur og besti stóri bróðir í heimi.“ Svona er aðalpersónan í Kollhnís kynnt til leiks á bókarkápu – og það segir sitt að hann er alltaf skilgreindur út frá öðrum en sjálfum sér.
Álfur er nefnilega stóri bróðir með heiminn á herðum sér alla daga. Lífið er mátulega áhyggjulaust í upphafi bókar, en eftir að Eiki bróðir hans er greindur með einhverfu hrynur veröld hans. Aðallega af því hann sættir sig ekki við greininguna, einsetur sér að sanna að hún sé vitleysa og Eiki geti vel orðið venjulegur.
„Ég hugsa um hvernig það hefði verið ef allir þar hefðu haldið að Eiki væri einhverfur. Þá hefði fólk horft á litla bróður minn og séð eitthvað allt annað en hann. Fólkið hefði séð fötlun. Það hefði séð eitthvað sem var afbrigðilegt og óeðlilegt.
Það hefði ekki séð Eika.“
Flestir lesendur sjá nánast strax …
Athugasemdir