Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fljúgandi hvalur

Nýtt land ut­an við glugg­ann minn eft­ir Theodor Kallifati­des er geysi­lega gáska­mik­il, dá­fög­ur, stöku sinn­um dap­ur­leg, listi­lega skrif­uð, hríf­andi og hreint fá­rán­lega fynd­in bók sem vek­ur fleiri spurn­ing­ar en hún veit­ir svör við, fleiri hug­renn­ing­ar og hug­ljóman­ir en mann ór­ar fyr­ir. For­lagið Dimma vinn­ur mik­il­vægt verk með því að gefa út þessa fág­uðu þýð­ingu Halls Páls Jóns­son­ar, skrif­ar Arn­ór Hjarta­son.

Fljúgandi hvalur
Theodor Kallifatides Höfundur bókarinnar Nýtt land utan við gluggann minn.
Bók

Nýtt land ut­an við glugg­ann minn

Höfundur Theodor Kallifatides
Dimma
Gefðu umsögn

„Sum okkar eru fædd til að fljúga. Ég var greinilega einn af þeim,“ segir sögumaður bókarinnar Nýtt land utan við gluggann minn. Höfundur bókarinnar er Theodor Kallifatides, sem lengi hefur verið meðal fremstu og mikilsvirtustu höfunda sænskra bókmennta. Jafnvel þótt nafni höfundar bregði í raun ekki fyrir, svo taka mætti eftir, má vel gefa sér að um sé að ræða sjálfsævisögulegt verk, eða kannski heldur verk á mærum veru og skáldskapar, minninga og sögu. „Það sem hér fer á eftir er ef til vill endurskapað í huga mínum,“ segir sögumaður. „Ég er ekki viss um að ég muni þetta alveg rétt, en svona man ég það.“

Reyndar er verkið ekki alveg svo skýrt og skorið í skilgreiningu, þetta er í öllu falli vangaveltubók, sem felur í sér skáldskap, endurminningar, heimspekilegar og einlægar hugleiðingar um framandleikann í sinni allra margbreytilegustu mynd. „Þetta er ekki ákærurit. Ekki heldur tilraun til að finna …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár