„Sum okkar eru fædd til að fljúga. Ég var greinilega einn af þeim,“ segir sögumaður bókarinnar Nýtt land utan við gluggann minn. Höfundur bókarinnar er Theodor Kallifatides, sem lengi hefur verið meðal fremstu og mikilsvirtustu höfunda sænskra bókmennta. Jafnvel þótt nafni höfundar bregði í raun ekki fyrir, svo taka mætti eftir, má vel gefa sér að um sé að ræða sjálfsævisögulegt verk, eða kannski heldur verk á mærum veru og skáldskapar, minninga og sögu. „Það sem hér fer á eftir er ef til vill endurskapað í huga mínum,“ segir sögumaður. „Ég er ekki viss um að ég muni þetta alveg rétt, en svona man ég það.“
Reyndar er verkið ekki alveg svo skýrt og skorið í skilgreiningu, þetta er í öllu falli vangaveltubók, sem felur í sér skáldskap, endurminningar, heimspekilegar og einlægar hugleiðingar um framandleikann í sinni allra margbreytilegustu mynd. „Þetta er ekki ákærurit. Ekki heldur tilraun til að finna …
Athugasemdir