Sólrún er áttræð ekkja sem áður vann á bókasafni en býr nú í öryggisíbúð fyrir aldraða. Í byrjun er herberginu lýst nákvæmlega, söknuði eftir afkomendum og ástarævintýrum á elliheimili. En þegar maður rennir yfir fyrsta kaflann aftur áttar maður sig á að strax þarna er hún orðin nokkuð óáreiðanlegur sögumaður. Hún segist vera farin að bíða eftir dauðanum – en svo kemur í ljós að hún á margt ógert áður en hann fær heimboð – og þá talar hún um hvernig „Dætur mínar, barnabörn og barnabarnabörn heimsóttu mig öðru hverju og þegar þau voru farin verkjaði mig bókstaflega af einmanakennd.“
Þegar ástkona hennar deyr ákveður hún svo að strjúka, því það eru gamlar sorgir og einmanaleiki sem hún þarf að gera upp.
Eiginmaðurinn og afkomendurnir fá merkilega lítið pláss í sögunni; mögulega væri þeirra saga efni í framhaldsbók, kannski er eitthvað óuppgert þar á milli – en ég held samt …
Athugasemdir